Fótbolti

Erling heldur áfram að raða inn mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erling fagnar í dag. Drengurinn getur ekki hætt að skora.
Erling fagnar í dag. Drengurinn getur ekki hætt að skora. vísir/getty

Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkunum en hann skoraði tvö mörk er Dortmund vann 3-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í dag.

Fyrsta markið kom á 35. mínútu er Bandaríkjamaðurinn Giovanni Reyna kom Dortmund yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Rúmlega níu þúsund áhorfendur voru á vellinum í dag, er byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn á nýjan leik, en í síðari hálfleik var röðin komin að Norðmanninum.

Erling Braut Håland kom Dortmund í 2-0 af vítapunktinum á 54. mínútu og Håland skoraði annað mark sitt og þriðja mark Dortmund á 77. mínútu. Lokatölur 3-0.

Góð byrjun hjá Dortmund en Englendingarnir Jude Bellingham og Jadon Sancho lögðu upp sitt hvort markið í dag. Sancho hefur verið orðaður burt frá félaginu en ólíklegt þykir nú að hann yfirgefi félagið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.