Enn á eftir að segja frá nöfnum þriggja staða sem tengjast COVID-smitum Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 18:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57