Fótbolti

Solskjær viðurkennir að hann verði að vinna titla

Ísak Hallmundarson skrifar
Solskjær þarf að fara að skila bikurum í safnið.
Solskjær þarf að fara að skila bikurum í safnið. Getty/UEFA

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er að hefja sitt annað heila tímabil sem knattspyrnustjóri Manchester United, eins stærsta knattspyrnufélags veraldar.

Solskjær kom til Man Utd sem bráðabirgðastjóri í desember 2018 en gerði langtímasamning við liðið í mars 2019. Á síðasta tímabili lenti liðið í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni og komst í undanúrslit í þremur keppnum, en náði ekki að landa titli.

Solskjær veit að hann þarf að fara að lyfta titlum til að geta talist hafa náð árangri.

„Leiðinlega svarið er að við þurfum að halda áfram að byggja til framtíðar,“ sagði Solskjær aðspurður um markmið tímabilsins sem hefst í dag hjá United.

„Við erum að þokast nær og nær því að keppa um og vinna titla en við verðum að taka þetta skrefinu lengra. Við þurfum að gera betur en á seinasta ári.

Við þurfum að byrja tímabilið betur en á síðasta ári. Það er markmiðið í ár: Byrja vel og þá er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Solskjær.

Manchester United mætir Crystal Palace í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag kl. 16:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.