Innlent

171 staðfest smit

Sylvía Hall skrifar
1.672 einstaklingar eru í sóttkví samkvæmt nýjustu upplýsingum.
1.672 einstaklingar eru í sóttkví samkvæmt nýjustu upplýsingum. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. Staðfestum smitum hefur því fjölgað um átta frá því að upplýsingafundur Almannavarna fór fram klukkan 14.

Alls hafa 1.868 sýni verið tekin og eru 1.672 einstaklingar í sóttkví. 171 eru í einangrun og þrír liggja á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.

Sex tilfelli bættust við eftir skimun Íslenskrar erfðagreiningar og er von á frekari niðurstöðum í dag.

Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna

Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni.

Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa.

„Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“

Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til.

„Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," sagði Þórólfur.


Tengdar fréttir

Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu

Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra en fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar benda til gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu að halda vegna kórónuveirunnar, að mati yfirlæknis á Landspítalanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×