Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 13:56 Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Vísir/Egill Fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar þýða að allt að 170 manns gætu þurft að leggjast inn á gjörgæslu á Íslandi, að mati yfirlæknis bráðalækninga Landspítalans. Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu þegar við upphaf faraldursins. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í dag, að tæplega 1% þeirra sem komu til skimunar vegna kórónuveirunnar hafi greinst smitaðir samkvæmt fyrstu niðurstöðum fyrirtækisins á sýnum úr um 700 einstaklingum. Um helmingur þeirra hafi verið einkennalaus. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga Landspítalans, leggur út af þeim tölum og setur í samhengi við faraldsfræðilegar upplýsingar um nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldu Covid-19-sjúkdómnum í færslu sem hann skrifar á Facebook-síðu sína í dag. Miðað við að 1% þjóðarinnar sé smitað geri það 3.400 manns. Um 15% sem smitast af veirunni veikjast alvarlega og 5% hafa þurft á gjörgæslu. Það þýði að 510 manns gætu þurft innlögn á Íslandi og 170 þurfi að leggjast inn á gjörgæslu. Hann telur þó hlutfallið líklegra hærra þar sem einkennalausir einstaklingar hafi ekki verið skimaðir áður. Álagið á heilbrigðiskerfið geti orðið gríðarlegar jafnvel þó að hlutfallið sé raunverulega mun lægra. „En þó við segjum að þetta se tífalt of hátt hlutfall (10% þeirra sem eru i sóttkví reynast smitaðir) þá eru þetta samt 51 sem þarf innlög og 17 á gjörgæsludeild og faraldurinn er rétt að byrja!! Í guðanna bænum fylgið leiðbeiningum sóttvarnarlæknis,“ skrifar Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar þýða að allt að 170 manns gætu þurft að leggjast inn á gjörgæslu á Íslandi, að mati yfirlæknis bráðalækninga Landspítalans. Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu þegar við upphaf faraldursins. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í dag, að tæplega 1% þeirra sem komu til skimunar vegna kórónuveirunnar hafi greinst smitaðir samkvæmt fyrstu niðurstöðum fyrirtækisins á sýnum úr um 700 einstaklingum. Um helmingur þeirra hafi verið einkennalaus. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga Landspítalans, leggur út af þeim tölum og setur í samhengi við faraldsfræðilegar upplýsingar um nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldu Covid-19-sjúkdómnum í færslu sem hann skrifar á Facebook-síðu sína í dag. Miðað við að 1% þjóðarinnar sé smitað geri það 3.400 manns. Um 15% sem smitast af veirunni veikjast alvarlega og 5% hafa þurft á gjörgæslu. Það þýði að 510 manns gætu þurft innlögn á Íslandi og 170 þurfi að leggjast inn á gjörgæslu. Hann telur þó hlutfallið líklegra hærra þar sem einkennalausir einstaklingar hafi ekki verið skimaðir áður. Álagið á heilbrigðiskerfið geti orðið gríðarlegar jafnvel þó að hlutfallið sé raunverulega mun lægra. „En þó við segjum að þetta se tífalt of hátt hlutfall (10% þeirra sem eru i sóttkví reynast smitaðir) þá eru þetta samt 51 sem þarf innlög og 17 á gjörgæsludeild og faraldurinn er rétt að byrja!! Í guðanna bænum fylgið leiðbeiningum sóttvarnarlæknis,“ skrifar Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17
Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22