Enski boltinn

Arteta staðfestir að Rúnar Alex sé að koma

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson kom til Dijon árið 2018 en hefur verið á varamannabekknum í fyrstu umferðum nýs tímabils í Frakklandi.
Rúnar Alex Rúnarsson kom til Dijon árið 2018 en hefur verið á varamannabekknum í fyrstu umferðum nýs tímabils í Frakklandi. vísir/getty

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest það að samkomulag sé nánast í höfn um að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson komi til félagsins.

Vistaskipti Rúnars Alex frá Dijon til Arsenal hafa legið í loftinu alla þessa viku en eru ekki enn frágengin, að minnsta kosti opinberlega. Því verður Rúnar Alex væntanlega ekki á varamannabekknum þegar Arsenal tekur á móti West Ham á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

Daily Mail segir að Rúnar Alex hafi gengist undir læknisskoðun í Frakklandi í gær og að hann ferðist til Lundúna í dag.

Arteta staðfesti það við James Olley, blaðamann ESPN, að Rúnar Alex væri á leiðinni en bætti jafnframt við að Arsenal gæti bætt við öðrum markverði. Félagið er á höttunum eftir David Raya hjá Brentford sem sagður er kosta 10 milljónir punda. Kaupverðið fyrir Rúnar Alex hefur verið sagt nema 1,5 - 2 milljónum punda.

Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal en Emiliano Martinez var seldur til Aston Villa í vikunni fyrir 20 milljónir punda. Matt Macey hefur verið þriðji markvörður Arsenal en gæti farið frá félaginu, samkvæmt ESPN, þó að ekkert tilboð liggi fyrir í augnablikinu.


Tengdar fréttir

Rúnar Alex á leið til Arsenal?

Fjölmiðlamaðurinn Elliot Richardsson greinir frá því að Rúnar Alex Rúnarsson gæti verið á leiðinni til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.