Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 22:00 Dagný fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld. Dagný hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og lét því nægja að skora þrjú og fara út af í hálfleik. „Það er langt síðan við komum saman en æfingar hafa gengið vel. Höfum æft góðan varnarleik og sóknarleik, æft að nýta færin og það sýndi sig í dag. Nýttum færin okkar vel,“ sagði Dagný að leik loknum. „Gaman að nýta færin og skora þrennu. Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR svo það er svolítið langt síðan en alltaf gaman,“ sagði Dagný um eigin frammistöðu í kvöld. „Mér fannst hún góð. Allan leikinn var gott flæði á boltanum og leikmenn að taka fáar snertingar. Datt aðeins niður í síðari hálfleik en svo rifum við okkur upp. Mér fannst yngri leikmenn liðsins bara standa sig vel og skiluðu inn mörkum og fullt af stoðsendingum svo framtíðin er björt,“ sagði Dagný um frammistöðu liðsins og þá einkum þeirra ungu leikmanna sem léku í kvöld. „Við höfum bara tekið einn leik í einu. Höfum bara einbeitt okkur að leiknum gegn Lettum og á morgun förum við að einbeita okkur að Svíum,“ sagði Dagný aðspurð hvort leikmenn hefðu eitthvað farið yfir Svía leikinn sem er á þriðjudag. „Ég tel möguleikana mjög mikla, fer allt eftir hvernig við spilum. Ef við gerum okkar eru bara mjög góðar líkur á að við förum á EM í Englandi næsta sumar,“ sagði Dagný að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar „Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld. 17. september 2020 21:49 Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. 17. september 2020 21:45 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Ísland vann 9-0 sigur á Lettum í kvöld. Dagný hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og lét því nægja að skora þrjú og fara út af í hálfleik. „Það er langt síðan við komum saman en æfingar hafa gengið vel. Höfum æft góðan varnarleik og sóknarleik, æft að nýta færin og það sýndi sig í dag. Nýttum færin okkar vel,“ sagði Dagný að leik loknum. „Gaman að nýta færin og skora þrennu. Held ég hafi ekki skorað þrennu síðan ég var í KFR svo það er svolítið langt síðan en alltaf gaman,“ sagði Dagný um eigin frammistöðu í kvöld. „Mér fannst hún góð. Allan leikinn var gott flæði á boltanum og leikmenn að taka fáar snertingar. Datt aðeins niður í síðari hálfleik en svo rifum við okkur upp. Mér fannst yngri leikmenn liðsins bara standa sig vel og skiluðu inn mörkum og fullt af stoðsendingum svo framtíðin er björt,“ sagði Dagný um frammistöðu liðsins og þá einkum þeirra ungu leikmanna sem léku í kvöld. „Við höfum bara tekið einn leik í einu. Höfum bara einbeitt okkur að leiknum gegn Lettum og á morgun förum við að einbeita okkur að Svíum,“ sagði Dagný aðspurð hvort leikmenn hefðu eitthvað farið yfir Svía leikinn sem er á þriðjudag. „Ég tel möguleikana mjög mikla, fer allt eftir hvernig við spilum. Ef við gerum okkar eru bara mjög góðar líkur á að við förum á EM í Englandi næsta sumar,“ sagði Dagný að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar „Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld. 17. september 2020 21:49 Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. 17. september 2020 21:45 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira
Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar „Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld. 17. september 2020 21:49
Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. 17. september 2020 21:45
Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32
Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48