Innlent

Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Flateyri stendur við Önundarfjörð á Vestfjörðum.
Flateyri stendur við Önundarfjörð á Vestfjörðum. Getty/Avalon

Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður.

„Ég get staðfest að það varð alvarlegt slys í tengivirki í Breiðadal en ég get ekki tjáð mig nánar um tildrögin eða líðan mannsins af því hann var fluttur með sjúkrabíl fyrst á fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og síðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur,“ segir Elías Jónatansson, orkubússtjóri.

Slysið varð í spennuvirki í Breiðadal þar sem verið var að vinna.

Elías var afar sleginn vegna slyssins.

„Hugur okkar er hjá honum og aðstandendum. Ég vona það besta en við vitum allt of lítið ennþá.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.