Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 19:21 Hér sést í vesturátt að hluta hinnar risavöxnu lóðar í Vesturbugtinni. Loðin liggur fjölbýlishúsinu á myndinni að slippnum í Reykjavíkurhöfn. Stöð 2/Baldur Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson. Skipulag Reykjavík Uppbygging við Vesturbugt Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson.
Skipulag Reykjavík Uppbygging við Vesturbugt Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira