Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 19:20 Hér sést í vesturátt að hluta hinnar risavöxnu lóðar í Vesturbugtinni. Loðin liggur fjölbýlishúsinu á myndinni að slippnum í Reykjavíkurhöfn. Stöð 2/Baldur Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson. Skipulag Reykjavík Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira