Innlent

Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sex nemar í HR eru með staðfest kórónuveirusmit.
Sex nemar í HR eru með staðfest kórónuveirusmit. Vísir/vilhelm

Fjórir nemendur Háskólans í Reykjavík greindust í gær með kórónuveiruna. Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. Þetta kemur fram í tilkynningu til nemenda skólans sem send var út í morgun.

Þar segir að enginn nemendanna sé alvarlega veikur. Ekki virðist heldur um útbreitt smit innan skólans að ræða. Fimm af nemunum sex tengist og séu í sama nemendahópi. Hópurinn og kennarar hans munu ekki mæta í skólann meðan smitrakningarteymi vinnur að rakningu og mati á því hverjir þurfi að fara í sóttkví. Þá hafa öll rými sem nemendurnir komu í verið sótthreinsuð. 

Nemandinn sem greindist og er ekki tengdur umræddum hóp hefur ekki komið í skólann í nokkurn tíma. Enginn í HR hefur því verið sendur í sóttkví í tengslum við hann. 

Skólinn hvetur nemendur og starfsfólk að þiggja boð Íslenskrar erfðagreiningar um skimun fyrir veirunni. Þá biðja stjórnendur alla að gæta vel að almennum sóttvörnum, virkja rakningarappið Rakning C-19 og halda sig heima sé minnsti grunur um smit. 

Nítján greindust með kórónuveiruna í gær, þar af voru tólf utan sóttkvíar. 


Tengdar fréttir

Nítján greindust með veiruna í gær

Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta staðfestir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×