Innlent

Engar ábendingar um dvalarstað fjölskyldunnar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kehdr-fjölskyldan.
Kehdr-fjölskyldan.

Formleg leit er enn ekki hafin að Khedr-fjölskyldunni sem stóð til að vísa úr landi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er verið að meta næstu skref.  Yfirvöld vita enn ekki hvar þau eru niðurkomin og ekki hafa borist ábendingar um dvalarstað þeirra. 

Líkt og fram hefur komið var fjölskyldan farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra hugðust sækja hana í gærmorgun til að fylgja úr landi. Enn stendur til að vísa þeim aftur til Egyptalands þar sem þau segjast sæta ofsókum.

Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að þeim verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum, meðal annars vegna þess að börnin hafa fest hér rætur. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×