Innlent

Börðu par með keðju og rændu snjallúri

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt bíl sem hafði verið stolið í gær. Þegar bíllinn var stöðvaður skiptu ökumaður og farþegi um sæti og eru þau grunuðu um akstur undir áhrifum fíkniefna, að aka ítrekað án réttinda og akstur án öryggisbelta.
Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt bíl sem hafði verið stolið í gær. Þegar bíllinn var stöðvaður skiptu ökumaður og farþegi um sæti og eru þau grunuðu um akstur undir áhrifum fíkniefna, að aka ítrekað án réttinda og akstur án öryggisbelta. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán og líkamsárás í Breiðholti. Tilkynningin var frá pari sem hafði nýverið auglýst Apple snjallúr til sölu. Þau höfðu rætt við konu sem sagðist vilja kaupa úrið en bað þau um að koma með það að heimili hennar í Breiðholti. Þar biðu þó tveir menn og kona eftir þeim, börðu þau með keðju og rændu úrinu, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Einnig barst tilkynning um tvo menn sem spörkuðu í bíla við Grensásveg í gærkvöldi. Þeir höfðu keyrt af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði en fundust skömmu síðar. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt bíl sem hafði verið stolið í gær. Þegar bíllinn var stöðvaður skiptu ökumaður og farþegi um sæti og eru þau grunuðu um akstur undir áhrifum fíkniefna, að aka ítrekað án réttinda og akstur án öryggisbelta. Allir þrír sem í bílnum voru voru handteknir.

Þá barst tilkynning um umferðarslys í gær þar sem bíl var ekið í veg fyrir annan og svo af vettvangi. Viðkomandi ökumaður skildi þó skráningarnúmer bíls síns eftir á vettvangi þar sem það datt af í slysinu og ætlar lögreglan að reyna að hafa upp á honum.

Lögreglunni barst svo tilkynning um húsbrot og líkamsárás seint í nótt. Þar segir aðili að leigusali hans hafi komið inn í íbúðina og ráðist á hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.