Leeds úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Búið að draga í næstu umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 21:05 Leikmenn Hull City reyndust betri á punktinum heldur en leikmenn Leeds. Phil Noble/Getty Images Fjórum af fimm leikjum í enska deildarbikarnum er nú lokið. Leeds United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Hull City á heimavelli í kvöld. Southampton tapaði á heimavelli á meðan Fulham og West Bromwich Albion eru komin áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Leeds lenti undir strax á 5. mínútu og jafnaði ekki metin fyrr en í uppbótartíma. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru það leikmenn Hull City sem höfðu betur, 9-8. Það verður því Hull sem mætir West Ham United í næstu umferð. Aleksandar Mitrović skoraði eina mark Fulham er liðið lagði C-deildarlið Ipsiwch Town á útivelli. West Bromwich Albion átti ekki í miklum vandræðum með Harrogate Town á heimavelli. Lokatölur þar 3-0 þökk sé mörkum Rakeem Harper, Hal Robson-Kanu og Callum Robinson. Brentford gerði sér svo lítið fyrir og vann Southampton á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Leik Everton og Salford City ekki lokið en staðan er 2-0 Everton í vil. Michael Keane skoraði markið með góðum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik og Gylfi Þór skoraði svo sjálfur í síðari hálfleik. Þá eru þrír leikir á morgun. Burnley og Sheffield United mætast í stórleik dagsins, Wolverhampton Wanderers fá Stoke City í heimsókn og að lokum mætir Portsmouth á Amex-völlinn og spila við heimamenn í Brighton & Hove Albion. 32-liða úrslit Bristol City/Northampton Town - Aston VillaChelsea - BarnsleyFleetwood Town - EvertonFulham - Sheffield WednesdayLeicester City - ArsenalLeyton Orient - Tottenham HotspurLuton Town - Manchester UnitedManchester City - AFC BournemouthMillwall - Burnley/Sheffield UnitedMorecambe - Newcastle UnitedNewport County - WatfordPreston North End - Brighton/PortsmouthWest Brom - BrentfordWest Ham United - Hull CityWolves/Stoke City - Gillingham Allir leikirnir fara fram þann 22. september. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Fjórum af fimm leikjum í enska deildarbikarnum er nú lokið. Leeds United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Hull City á heimavelli í kvöld. Southampton tapaði á heimavelli á meðan Fulham og West Bromwich Albion eru komin áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Leeds lenti undir strax á 5. mínútu og jafnaði ekki metin fyrr en í uppbótartíma. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru það leikmenn Hull City sem höfðu betur, 9-8. Það verður því Hull sem mætir West Ham United í næstu umferð. Aleksandar Mitrović skoraði eina mark Fulham er liðið lagði C-deildarlið Ipsiwch Town á útivelli. West Bromwich Albion átti ekki í miklum vandræðum með Harrogate Town á heimavelli. Lokatölur þar 3-0 þökk sé mörkum Rakeem Harper, Hal Robson-Kanu og Callum Robinson. Brentford gerði sér svo lítið fyrir og vann Southampton á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Leik Everton og Salford City ekki lokið en staðan er 2-0 Everton í vil. Michael Keane skoraði markið með góðum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik og Gylfi Þór skoraði svo sjálfur í síðari hálfleik. Þá eru þrír leikir á morgun. Burnley og Sheffield United mætast í stórleik dagsins, Wolverhampton Wanderers fá Stoke City í heimsókn og að lokum mætir Portsmouth á Amex-völlinn og spila við heimamenn í Brighton & Hove Albion. 32-liða úrslit Bristol City/Northampton Town - Aston VillaChelsea - BarnsleyFleetwood Town - EvertonFulham - Sheffield WednesdayLeicester City - ArsenalLeyton Orient - Tottenham HotspurLuton Town - Manchester UnitedManchester City - AFC BournemouthMillwall - Burnley/Sheffield UnitedMorecambe - Newcastle UnitedNewport County - WatfordPreston North End - Brighton/PortsmouthWest Brom - BrentfordWest Ham United - Hull CityWolves/Stoke City - Gillingham Allir leikirnir fara fram þann 22. september.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira