Innlent

Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annar starfsmaðurinn sem greindist í gær starfar í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Annar starfsmaðurinn sem greindist í gær starfar í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm

Tveir starfsmenn Háskóla Íslands greindust með kórónuveiruna í gær. Annar starfar í aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. Þetta kemur fram í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda skólans í dag. Öllum nemendum og starfsfólki hefur jafnframt verið boðið að fara endurgjaldslaust í skimun fyrir veirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Þegar var búið að greina frá því að þrír starfsmenn á háskólasvæðinu hafi greinst með veiruna; einn í aðalbyggingu, einn í Setbergi – húsi kennslunnar og sá þriðji í veitingasölunni Hámu, sem rekin er af Félagsstofnun stúdenta. Smitin sem tengjast Háskólanum eru því alls orðin fimm. Þá fjölgar nokkuð þeim sem þurfa að fara í sóttkví. Jón Atli Benediktsson rektor er þar á meðal, líkt og fram hefur komið.

Íslensk erfðagreining hefur nú boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust. Tekið verður á móti tímapöntunum strax í dag. Þeir sem eru í sóttkví mega ekki panta hjá Íslenskri erfiðagreiningu heldur þurfa að leita til heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einn þeirra var í sóttkví við greiningu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst.

Fréttin hefur verðið uppfærð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.