Innlent

Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annar starfsmaðurinn sem greindist í gær starfar í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Annar starfsmaðurinn sem greindist í gær starfar í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm

Tveir starfsmenn Háskóla Íslands greindust með kórónuveiruna í gær. Annar starfar í aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. Þetta kemur fram í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda skólans í dag. Öllum nemendum og starfsfólki hefur jafnframt verið boðið að fara endurgjaldslaust í skimun fyrir veirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Þegar var búið að greina frá því að þrír starfsmenn á háskólasvæðinu hafi greinst með veiruna; einn í aðalbyggingu, einn í Setbergi – húsi kennslunnar og sá þriðji í veitingasölunni Hámu, sem rekin er af Félagsstofnun stúdenta. Smitin sem tengjast Háskólanum eru því alls orðin fimm. Þá fjölgar nokkuð þeim sem þurfa að fara í sóttkví. Jón Atli Benediktsson rektor er þar á meðal, líkt og fram hefur komið.

Íslensk erfðagreining hefur nú boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust. Tekið verður á móti tímapöntunum strax í dag. Þeir sem eru í sóttkví mega ekki panta hjá Íslenskri erfiðagreiningu heldur þurfa að leita til heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einn þeirra var í sóttkví við greiningu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst.

Fréttin hefur verðið uppfærð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×