Erlent

Fimm hand­teknir vegna brunans í Moria

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að koma upp tímabundnum búðum í Kara Tepe, norður af Mytilene á Lesbos.
Búið er að koma upp tímabundnum búðum í Kara Tepe, norður af Mytilene á Lesbos. AP

Lögregla í Grikklandi hefur handtekið fimm flóttamenn sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í því að kveikja í flóttamannabúðunum Moria á eynni Lesbos.

Gríski ráðherrann Michalis Chrisohoidis, sem fer með málefna borgaralegra réttinda, segir að eins manns til viðbótar sé enn leitað.

Rannsókn á brunanum stendur enn yfir, en eldurinn blossaði upp þann 9. september og varð stærstur hluti búðanna eldinum að bráð.

Ríkisstjórn Grikklands hefur kennt flóttamönnum sem höfðust við í búðunum um brunann. „Flóttamenn og farandfólk kveikti í búðunum til að þrýsta á ríkisstjórnina þannig að þeir kæmust fyrr frá eyjunni,“ sagði Stelios Petsas, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við fjölmiðla um daginn.

Búið er að koma upp tímabundnum búðum í Kara Tepe, norður af Mytilene á Lesbos. Er það búið að koma upp rúmum fyrir um fimm þúsund manns, en í Moria voru pláss fyrir um 12 þúsund.

Enn sem komið er hafa einungis um þúsund manns komið sér fyrir í Kara Tepe. Hafa margir flóttamannanna kosið að sofa frekar undir berum himni í þeirri von að fá að yfirgefa eyjuna á næstunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.