Íslandsmeistarar fyrir þremur árum en eiga nú á hættu að falla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2020 13:28 Þór/KA hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi Max-deild kvenna. Markatalan er 4-23. vísir/vilhelm Árið 2017 varð Þór/KA Íslandsmeistari kvenna í annað sinn. Nú þremur árum seinna er liðið í fallsæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir sjö leiki í röð án sigurs. Vísir fékk Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur, sérfræðing í Pepsi Max mörkum kvenna, til að fara yfir stöðuna á Þór/KA og af hverju liðið á núna á hættu að falla. „Ég átti ekki beint von á þessu en ég er heldur ekki í sjokki. Miðað við hrókeringarnar á liðinu fannst mér þær vera spurningarmerki fyrir tímabilið,“ sagði Bára. Fylgdu ekki eftir frábærri byrjun Sumarið gat reyndar ekki byrjað betur fyrir Þór/KA sem vann fyrstu tvo leiki sína í Pepsi Max-deild kvenna og skoraði í þeim átta mörk. Síðan þá hefur liðið aðeins unnið einn leik og skorað níu mörk. Á sunnudaginn tapaði Þór/KA fyrir Breiðabliki, 0-7, á heimavelli. Þór/KA tapaði fyrri leiknum gegn Breiðabliki með sömu markatölu. „Þær fóru betur af stað en ég bjóst við og því kemur það mér meira á óvart að þær séu í þessari stöðu. En fyrir tímabilið var þetta alveg möguleiki. Ég spáði þeim 6.-7. sæti,“ sagði Bára. Hulda Ósk Jónsdóttir er einn af lykilmönnum Þórs/KA.vísir/sigurbjörn andri óskarsson Undanfarin ár hefur Þór/KA misst sterkara leikmenn og í leikmannahópi liðsins nú eru aðeins þrjár, Margrét Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir, sem voru fastamenn í Íslandsmeistaraliðinu 2017. Fyrir þetta tímabil missti Þór/KA svo risastóran spón úr sínum aski þegar mexíkósku landsliðskonurnar Sandra Mayor og Bianca Sierra hurfu á braut sem og Andrea Mist Pálsdóttir, Lára Kristín Pedersen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér Þá hætti Halldór Jón Sigurðsson þjálfun liðsins og við tók Andri Hjörvar Albertsson. Bára setur spurningarmerki við nokkrar ákvarðanir hans í sumar. „Það eru margir þættir sem spila inn í. Mér finnst stundum rosalega skrítið hvernig hann „róterar“ liðinu og stillir upp. Í sumum leikjum hefur hann hvílt lykilmenn sem mér finnst alltaf eiga að spila. Það er mikið rót á liðinu. Mér finnst hann ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér,“ sagði Bára. Andri Hjörvar Albertsson tók við Þór/KA fyrir þetta tímabil.vísir/vilhelm Undanfarin ár hefur Þór/KA verið mjög sterkan 2. flokk og ungir leikmenn hafa fengið tækifæri með venslaliðinu Hömrunum. Þór/KA hefði því átt að vera vel í stakk búið til að takast á við kynslóðaskipti og umbreytingar á liðinu. „Því þær hafa haldið Hömrunum úti og verið með gríðarlega sterkan 2. flokk hefði ég haldið að það væri hægt að byggja þetta upp og þetta hefði verið tímabilið til þess. Þess vegna skil ég ekki þetta rót á liðinu,“ sagði Bára. Verða að finna sitt lið Þór/KA er í níunda og næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með tólf stig, jafn mörg og Þróttur, sem er í 8. sætinu, en lakari markatölu. Öll liðin í neðri helmingi deildarinnar eiga fjóra leiki eftir nema botnlið KR sem á sjö leiki eftir. KR-ingar eru með tíu stig. „Mér finnst þær vera komnar í þannig stöðu að þær eiga möguleika á að falla. Ég held að lykilinn hjá þeim sé að finna sitt lið og spila sig betur saman. Mér finnst hafa verið alltof mikið rót á liðinu og ef það heldur áfram verða úrslitin áfram upp og niður og happa og glappa,“ sagði Bára. Arna Sif Ásgrímsdóttir er reyndasti leikmaður Þórs/KA og fyrirliði liðsins.vísir/vilhelm „Svo finnst mér alltof mikið mæða á Örnu Sif [Ásgrímsdóttur, fyrirliða Þórs/KA]. Ef þær vantar mark er henni hent fram og ef þær þurfa að halda er hún í vörn. Það snýst allt um það að koma henni í hlutverk í stað þess að liðið stígi upp.“ Í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni mætir Þór/KA FH á útivelli, Selfossi á heimavelli, KR á útivelli og Þrótti á heimavelli í lokaumferðinni. Þrír af fjórum síðustu leikjum Þórs/KA á tímabilinu eru því gegn liðum sem eru með þeim í fallbaráttunni. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Árið 2017 varð Þór/KA Íslandsmeistari kvenna í annað sinn. Nú þremur árum seinna er liðið í fallsæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir sjö leiki í röð án sigurs. Vísir fékk Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur, sérfræðing í Pepsi Max mörkum kvenna, til að fara yfir stöðuna á Þór/KA og af hverju liðið á núna á hættu að falla. „Ég átti ekki beint von á þessu en ég er heldur ekki í sjokki. Miðað við hrókeringarnar á liðinu fannst mér þær vera spurningarmerki fyrir tímabilið,“ sagði Bára. Fylgdu ekki eftir frábærri byrjun Sumarið gat reyndar ekki byrjað betur fyrir Þór/KA sem vann fyrstu tvo leiki sína í Pepsi Max-deild kvenna og skoraði í þeim átta mörk. Síðan þá hefur liðið aðeins unnið einn leik og skorað níu mörk. Á sunnudaginn tapaði Þór/KA fyrir Breiðabliki, 0-7, á heimavelli. Þór/KA tapaði fyrri leiknum gegn Breiðabliki með sömu markatölu. „Þær fóru betur af stað en ég bjóst við og því kemur það mér meira á óvart að þær séu í þessari stöðu. En fyrir tímabilið var þetta alveg möguleiki. Ég spáði þeim 6.-7. sæti,“ sagði Bára. Hulda Ósk Jónsdóttir er einn af lykilmönnum Þórs/KA.vísir/sigurbjörn andri óskarsson Undanfarin ár hefur Þór/KA misst sterkara leikmenn og í leikmannahópi liðsins nú eru aðeins þrjár, Margrét Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir, sem voru fastamenn í Íslandsmeistaraliðinu 2017. Fyrir þetta tímabil missti Þór/KA svo risastóran spón úr sínum aski þegar mexíkósku landsliðskonurnar Sandra Mayor og Bianca Sierra hurfu á braut sem og Andrea Mist Pálsdóttir, Lára Kristín Pedersen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér Þá hætti Halldór Jón Sigurðsson þjálfun liðsins og við tók Andri Hjörvar Albertsson. Bára setur spurningarmerki við nokkrar ákvarðanir hans í sumar. „Það eru margir þættir sem spila inn í. Mér finnst stundum rosalega skrítið hvernig hann „róterar“ liðinu og stillir upp. Í sumum leikjum hefur hann hvílt lykilmenn sem mér finnst alltaf eiga að spila. Það er mikið rót á liðinu. Mér finnst hann ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér,“ sagði Bára. Andri Hjörvar Albertsson tók við Þór/KA fyrir þetta tímabil.vísir/vilhelm Undanfarin ár hefur Þór/KA verið mjög sterkan 2. flokk og ungir leikmenn hafa fengið tækifæri með venslaliðinu Hömrunum. Þór/KA hefði því átt að vera vel í stakk búið til að takast á við kynslóðaskipti og umbreytingar á liðinu. „Því þær hafa haldið Hömrunum úti og verið með gríðarlega sterkan 2. flokk hefði ég haldið að það væri hægt að byggja þetta upp og þetta hefði verið tímabilið til þess. Þess vegna skil ég ekki þetta rót á liðinu,“ sagði Bára. Verða að finna sitt lið Þór/KA er í níunda og næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með tólf stig, jafn mörg og Þróttur, sem er í 8. sætinu, en lakari markatölu. Öll liðin í neðri helmingi deildarinnar eiga fjóra leiki eftir nema botnlið KR sem á sjö leiki eftir. KR-ingar eru með tíu stig. „Mér finnst þær vera komnar í þannig stöðu að þær eiga möguleika á að falla. Ég held að lykilinn hjá þeim sé að finna sitt lið og spila sig betur saman. Mér finnst hafa verið alltof mikið rót á liðinu og ef það heldur áfram verða úrslitin áfram upp og niður og happa og glappa,“ sagði Bára. Arna Sif Ásgrímsdóttir er reyndasti leikmaður Þórs/KA og fyrirliði liðsins.vísir/vilhelm „Svo finnst mér alltof mikið mæða á Örnu Sif [Ásgrímsdóttur, fyrirliða Þórs/KA]. Ef þær vantar mark er henni hent fram og ef þær þurfa að halda er hún í vörn. Það snýst allt um það að koma henni í hlutverk í stað þess að liðið stígi upp.“ Í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni mætir Þór/KA FH á útivelli, Selfossi á heimavelli, KR á útivelli og Þrótti á heimavelli í lokaumferðinni. Þrír af fjórum síðustu leikjum Þórs/KA á tímabilinu eru því gegn liðum sem eru með þeim í fallbaráttunni.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira