Búa sig undir annan fellibyl Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 12:47 Sally er nú yfir Mexíkóflóa og safnar þar krafti. AP/NOAA Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. Óttast er að Sally geti valdið miklum sakaða allt frá Flórída til Louisiana en fellibylurinn Lára fór yfir svæðið í síðasta mánuði. Veðurfræðingar búast við sterkum vindhviðum og að sjór muni ná langt inn á land. Einnig er talið mögulegt að Sally geti valdið skyndiflóðum á komandi dögum. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, hefur biðlað til íbúa um að fylgjast vel með spám og fylgja fyrirmælum þegar þau berast. „Ég veit að fyrri marga virtist þetta óveður koma úr heiðskýru lofti,“ hefur AP fréttaveitan eftir Edwards. „Við þörfnumst þess að allir fylgist vel með óveðrinu. Tökum þessu alvarlega.“ Í Mississippi hafa embættismenn varað við því að útlit er fyrir að Sally nái landi á háflóði og er því búist við miklum sjávarflóðum. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, hefur gert íbúum við strandir ríkisins og lágt liggjandi svæðum að þau þurfi að yfirgefa heimili sín fyrir morgundaginn. Veðurfræðingar segja mögulegt að allt að fimmtungur heimila við ströndina sé á svæðum sem flætt gæti á. Í tísti frá Veðurstofu Bandaríkjanna er tekið undir þessar áhyggjur og er flóðunum lýst sem „einstaklega hættulegum“ og mögulega mannskæðum. Here are the latest Key Messages on #Sally https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/tpdORLQFPS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 14, 2020 Bandaríkin Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. Óttast er að Sally geti valdið miklum sakaða allt frá Flórída til Louisiana en fellibylurinn Lára fór yfir svæðið í síðasta mánuði. Veðurfræðingar búast við sterkum vindhviðum og að sjór muni ná langt inn á land. Einnig er talið mögulegt að Sally geti valdið skyndiflóðum á komandi dögum. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, hefur biðlað til íbúa um að fylgjast vel með spám og fylgja fyrirmælum þegar þau berast. „Ég veit að fyrri marga virtist þetta óveður koma úr heiðskýru lofti,“ hefur AP fréttaveitan eftir Edwards. „Við þörfnumst þess að allir fylgist vel með óveðrinu. Tökum þessu alvarlega.“ Í Mississippi hafa embættismenn varað við því að útlit er fyrir að Sally nái landi á háflóði og er því búist við miklum sjávarflóðum. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, hefur gert íbúum við strandir ríkisins og lágt liggjandi svæðum að þau þurfi að yfirgefa heimili sín fyrir morgundaginn. Veðurfræðingar segja mögulegt að allt að fimmtungur heimila við ströndina sé á svæðum sem flætt gæti á. Í tísti frá Veðurstofu Bandaríkjanna er tekið undir þessar áhyggjur og er flóðunum lýst sem „einstaklega hættulegum“ og mögulega mannskæðum. Here are the latest Key Messages on #Sally https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/tpdORLQFPS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 14, 2020
Bandaríkin Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira