Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2020 11:48 Benedikt Jóhannesson ætlar að hella sér aftur út í stjórnmálinn. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira