Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 14:00 Karlina Miksone skallar boltann í leik gegn Stjörnunni. Hún hefur skorað fjögur mörk í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17