Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 19:15 Elín Metta Jensen og stöllur hennar í íslenska landsliðinu eiga í harðri baráttu um sæti á EM. VÍSIR/GETTY Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00