Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 13:17 Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar nýliðar í landsliðshópnum en þær eru fæddar árið 2001. Vísir/Samsett Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir koma inn í A-landslið kvenna í fótbolta í fyrsta sinn en þær eru báðar í landsliðshópi Jón Þórs Haukssonar sem var gerður opinber í dag. Jón Þór Hauksson treystir áfram á reynsluboltana sína en gefur um leið mörgum ungum leikmönnum tækifæri fyrir þessa mikilvægu landsleiki. Leikirnir sem eru fram undan eru á móti Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022 en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum. Leikurinn við Lettland er 17. september en leikurinn við Svíþjóð er 22. september. Nýkrýndi Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir er auðvitað í hópnum en hún mun þarna spila sína fyrstu A-landsleiki sem leikmaður franska liðsins Lyon. Auk Söru eru fimm aðrir leikmenn að spila erlendis en þær eru Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengard í Svíþjóð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Valerenga í Noregi), Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen í Þýskalandi), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Le Havre í Frakklandi) og Svava Rós Guðmundsdóttir (Kristianstad í Svíþjóð). Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar fæddar árið 2001 og eru því á nítjánda aldursári. Þær hafa spilað stórt hlutverki með liðum sínum í Pepsi Max deildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri Blika í gær og er komin með tíu mörk í Pepsi Max deildinni í sumar. Landsliðshópur Íslands sem mætir Lettlandi og Svíþjóð 17. og 22. september í undankeppni EM 2022.Here is our squad for the @WEUROEngland22 qualifiers against Latvia and Sweden.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/Qh114T7gEn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 10, 2020 Barbára Sól Gísladóttir spilar aftar á vellinum en skoraði engu að síður sigurmark Selfoss í leiknum á móti Blikum á dögunum en engu öðru liði hefur tekist að vinna Blikana í sumar. Alls eru sjö leikmenn í hópnum fæddar eftir 2000 en hinar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir (fædd árið 2003), Hlín Eiríksdóttir (2000), Guðný Árnadóttir (2000), Alexandra Jóhannsdóttir (2000) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (2001). Fjórir af þessum leikmönnum voru í íslenska nítján ára landsliðinu sem vann eftirminnilegan 2-0 sigur á Þýskalandi í mars eða þær Cecilía Rán, Barbára Sól, Karólína Lea og Sveindís Jane. Valur á flesta leikmenn í hópnum eða sjö sem er einum leikmanni fleiri en Breiðablik. Sjöundi Blikinn er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem er nýgengin til liðs við franska félagið Le Havre. Cloé Lacasse, sem spilar með Benfica í Portúgal og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019, hefur enn ekki verið valin í íslenska landsliðið. Natasha Anasi sem var í hópnum í vetur er heldur ekki valin en hún ákvað að spila áfram með Keflavík í Lengjudeildinni. Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði EM 2021 í Englandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir koma inn í A-landslið kvenna í fótbolta í fyrsta sinn en þær eru báðar í landsliðshópi Jón Þórs Haukssonar sem var gerður opinber í dag. Jón Þór Hauksson treystir áfram á reynsluboltana sína en gefur um leið mörgum ungum leikmönnum tækifæri fyrir þessa mikilvægu landsleiki. Leikirnir sem eru fram undan eru á móti Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022 en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum. Leikurinn við Lettland er 17. september en leikurinn við Svíþjóð er 22. september. Nýkrýndi Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir er auðvitað í hópnum en hún mun þarna spila sína fyrstu A-landsleiki sem leikmaður franska liðsins Lyon. Auk Söru eru fimm aðrir leikmenn að spila erlendis en þær eru Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengard í Svíþjóð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Valerenga í Noregi), Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen í Þýskalandi), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Le Havre í Frakklandi) og Svava Rós Guðmundsdóttir (Kristianstad í Svíþjóð). Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar fæddar árið 2001 og eru því á nítjánda aldursári. Þær hafa spilað stórt hlutverki með liðum sínum í Pepsi Max deildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri Blika í gær og er komin með tíu mörk í Pepsi Max deildinni í sumar. Landsliðshópur Íslands sem mætir Lettlandi og Svíþjóð 17. og 22. september í undankeppni EM 2022.Here is our squad for the @WEUROEngland22 qualifiers against Latvia and Sweden.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/Qh114T7gEn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 10, 2020 Barbára Sól Gísladóttir spilar aftar á vellinum en skoraði engu að síður sigurmark Selfoss í leiknum á móti Blikum á dögunum en engu öðru liði hefur tekist að vinna Blikana í sumar. Alls eru sjö leikmenn í hópnum fæddar eftir 2000 en hinar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir (fædd árið 2003), Hlín Eiríksdóttir (2000), Guðný Árnadóttir (2000), Alexandra Jóhannsdóttir (2000) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (2001). Fjórir af þessum leikmönnum voru í íslenska nítján ára landsliðinu sem vann eftirminnilegan 2-0 sigur á Þýskalandi í mars eða þær Cecilía Rán, Barbára Sól, Karólína Lea og Sveindís Jane. Valur á flesta leikmenn í hópnum eða sjö sem er einum leikmanni fleiri en Breiðablik. Sjöundi Blikinn er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem er nýgengin til liðs við franska félagið Le Havre. Cloé Lacasse, sem spilar með Benfica í Portúgal og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019, hefur enn ekki verið valin í íslenska landsliðið. Natasha Anasi sem var í hópnum í vetur er heldur ekki valin en hún ákvað að spila áfram með Keflavík í Lengjudeildinni. Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði
Landsliðshópur Íslands fyrir leiki við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM: Markmenn Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir Varnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss Nýliði Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikirMiðjumenn Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörkSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik Nýliði
EM 2021 í Englandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira