Fótbolti

Fimm rauð spjöld á loft þegar PSG tapaði öðrum leiknum í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neymar, Dimitri Payet
Neymar, Dimitri Payet vísir/Getty

Frakklandsmeistarar PSG eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 0-1 tap á heimavelli fyrir Marseille í París í kvöld.

Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í byrjunarlið PSG eftir að hafa verið í sóttkví í fyrstu umferð deildarinnar en innkoma hans dugði ekki til sigurs því Florian Thauvin skoraði það sem reyndist eina mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik.

Óhætt er að segja að mikill hiti hafi verið í leiknum í kvöld en gula spjaldinu var lyft alls fjórtán sinnum. Á lokamínútum leiksins fór svo allt úr böndunum sem leiddi til þess að fimm leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Neymar, Layvin Kurzawa og Leandro Paredes úr liði PSG og Jordan Amavi og Dario Benedetto úr liði Marseille fengu allir að líta rauða spjaldið. Hófust mikil handalögmál í kjölfarið af því að Neymar sakaði Alvaro, leikmann Marseille, um kynþáttafordóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×