Innlent

Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kostnaður við auglýsinguna voru um tvær milljónir króna.
Kostnaður við auglýsinguna voru um tvær milljónir króna. Þjóðkirkjan

Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli undanfarið en skiptar skoðanir hafa verið um ágæti auglýsingarinnar.

Ríkisútvarpið greindi frá kostnaði kynningarefnisins í hádegisfréttum sínum í dag. Að sögn Péturs G. Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, felst kostnaðurinn aðallega í hönnun og prentun auk auglýsingar á strætó, sem ekur nú um götur borgarinnar.

„Áætlaður kostnaður við þetta kynningarefni var tæplega tvær milljónir, sem er lítillega hærri tala en hefur verið undanfarin ár. enda erum við að nota annan miðil núna, sem er strætóinn,“ sagði Pétur.

Líkt og fréttastofa hefur greint frá hefur auglýsingin verið umdeild og hafa margir lýst yfir óánægju sinni með þessa birtingarmynd Jesú. Pétur sagði í samtali við Vísi í gær að meiningin hafi aldrei verið að særa fólk með þessari mynd af Jesú. Kirkjunni, líkt og öðrum, sé þó skylt að upphefja fjölbreytileika samfélagsins.

„Við förum fram með þetta verkefni í því ljósi að við búum í samfélagi sem er fjölbreytt og við þurfum að einbeit okkur að því að við erum öll eins í augum Guðs og eigum öll virðingu, ást og umhyggju skilið. Það er það sem myndin miðlar til okkar,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu í gær.

Að sögn Péturs hafa sóknirnar í kring um höfuðborgarsvæðið lagt í púkk til að mæta kostnaði við kynningarefni í gegnum árin og einnig hafi fé komið frá Biskupsstofu.


Tengdar fréttir

Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk

Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.