Enski boltinn

Klopp hrósar frammistöðu Leeds í hástert

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stjórarnir sem buðu upp á magnaðan fótboltaleik í dag.
Stjórarnir sem buðu upp á magnaðan fótboltaleik í dag. vísir/Getty

Englandsmeistarar Liverpool hófu titilvörn sína á Anfield í dag þar sem nýliðar Leeds voru í heimsókn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Úr varð stórskemmtilegur leikur sem lauk með 4-3 sigri meistaranna en Leeds jafnaði leikinn í þrígang.

„Frábær leikur, frábær andstæðingur. Þetta var rosaleg frammistaða hjá báðum liðum. Þetta var alvöru sjónarspil. Það er sjaldgæft að sjá svona markaleiki og við getum bætt margt í varnarleiknum en það er ekki óeðlilegt í fyrsta leik tímabilsins,“ sagði Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, í leikslok.

„Þeirra leikur olli því að við gerðum mistök. Við getum gert betur og við munum gera betur en ég dáist af þeirra skipulagi og þeir spiluðu af mikilli ástríðu.“

„Ég er mjög jákvæður eftir þennan leik. Við hefðum getað skorað meira en við nýttum okkur föstu leikatriðin og það er í góðu lagi mín vegna. Leeds mun eiga gott tímabil ef þeir geta haldið uppi þessari ákefð. Þeir gerðu það í B-deildinni þar sem eru fleiri leikir svo afhverju ættu þeir ekki að geta það núna?“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×