Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 14:06 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30
Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46