Hazard var ekki í formi til að spila á móti Íslandi: Mætti aftur of þungur til Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 16:00 Eden Hazard lék bara 16 af 38 deildarleikjum Real Madrid á síðasta tímabili. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard. Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard.
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira