Innlent

Smit hjá starfsmanni Sundhallar Selfoss

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Smitið hjá starfsmanni Sundhallar Selfoss greindist í gær.
Smitið hjá starfsmanni Sundhallar Selfoss greindist í gær. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður í Sundhöll Selfoss greindist í gær með kórónuveiruna. Frá þessu er greint á vef Árborgar en þar kemur fram að umræddur starfsmaður hefur ekki verið við vinnu síðan síðasta laugardag. Smitið hefur því ekki áhrif á rekstur Sundhallarinnar að svo stöddu og er laugin áfram opin fyrir gesti.

Að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins hafa starfsmenn Sundhallarinnar lagt mikið á sig undanfarna mánuði til að viðhalda góðum smitvörnum í lauginni svo gestir og starfsmenn séu í sem öruggustu umhverfi. Þeim aðgerðum verði að sjálfsögðu haldið áfram.

Greint var frá því á mbl í gærkvöldi að alls hefðu fjögur kórónuveirusmit greinst í Vallaskóla á Selfossi. Allir nemendur í 7. bekk skólans voru því sendir í sóttkví og þeir starfsmenn sem koma að árganginum sendir í úrvinnslusóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×