Fótbolti

Blindur stuðnings­maður Arsenal fékk gjöf frá Messi sem breytti lífi hennar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi mætir til æfinga hjá Barcelona í upphafi vikunnar.
Messi mætir til æfinga hjá Barcelona í upphafi vikunnar. vísir/getty

Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og keypti gleraugu sem hjálpa hinni tíu ára gömlu Mikey.

Mikey er blind og því koma gleraugun sér að afar góðum notum en ein svona gleraugu kosta 4200 pund eða tæplega 800 þúsund krónur.

Messi er kominn í samstarf við gleraugnafyrirtækið OrCam Technologies og mun á hverju ári senda einum heppnum gleraugu.

Mikey, sem býr í Enfield í London, var sú síðasta sem fékk gleraugun en nokkrir sem hafa fengið gleraugun hafa hitt Messi í persónu.

Allir þeir sem fá gleraugun fara í svokallað draumalið Messi eða „OrCam draumaliðið“ sem er leitt af Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×