Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 21:29 Lögregla ræðir hér við ökumann bílsins. Mynd/Elías Þórsson Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig. Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig.
Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira