„Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2020 06:26 Pétur segir suma ökumenn ekki virðast átta sig á því á breytingunum. Aðrir geri það, en séu einfaldlega frekir. Vísir/Vilhelm/Aðsend Pétur Marteinn Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn, milli Frakkastígs og Klapparstígs, verður göngugata í allt sumar. Síðastliðinn þriðjudag birti Pétur tíst þar sem hann sagðist ætla að reyna að labba „göngu“ götuna, eins og hann setti það sjálfur fram. Þegar þetta er skrifað hafa 254 skellt „like“ á tístið. 20 like og ég posta vídjói af mér að reyna að labba "göngu"götuna— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Í þræði fyrir neðan tístið birtir Pétur síðan myndbönd þar sem hann gengur niður Laugaveginn með halarófu bifreiða skammt fyrir aftan sig. Í myndböndunum segist Pétur hafa bent ökumönnum á að akstur götunni væri óheimill, auk þess sem hann sést reyna að leiðbeina ökumönnum inn á götur sem opnar eru fyrir akandi umferð. Þá sést einnig þegar einn ökumaður virðist keyra á Pétur þegar hann reynir að leiðbeina honum á réttar slóðir. Ökumaðurinn lét þó á endanum segjast og beygði þangað sem leyfilegt er að aka. Ohh ég náði ekki rifrildinu mínu við leigubílstjórann sem sagði að hann hefði allraf mátt keyra þarna pic.twitter.com/6o4cdQNgEt— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Kominn með nóg af bílum á göngugötum Í samtali við Vísi segir Pétur að kveikjan að uppátækinu, að sýna fram á hve erfitt er að ganga göngugötuna sökum bílaumferðar, hafi einfaldlega verið reynsla hans af ökumönnum sem virði ekki reglurnar. „Ég á heima þarna rétt hjá og var eiginlega kominn með nóg af þessu. Ég labba þarna daglega og sé alveg að þetta er ekki bara fólk að ruglast. Oft er þetta bara frekja í ökumönnum. Ég var á leiðinni á Loft Hostel að hitta vini mína og ákvað bara að taka myndband meðan ég var að rölta þangað. Datt það bara í hug um leið og ég labbaði út úr húsi,“ segir Pétur og bætir við að ekki hafi verið um „fyrir fram planaða krossferð“ að ræða. Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Hann segist fyrst hafa rætt við leigubílstjóra, sem hafi verið nokkuð kurteis, en þó neitað að beygja af leið, þrátt fyrir að hafa verið bent á að gatan sem hann væri á væri göngugata. „Þegar hann lét loksins segjast, þá kom einhver kona. Hún keyrði nú á mig, svona létt rakst utan í mig. Það kveikti dálítið meira í mér og þá var ekki séns að ég myndi færa mig. Ég reifst eitthvað aðeins við hana og hoppaði upp í göngugötuskiltið og benti á það. Hún svaraði bara með því að skrúfa niður rúðuna og öskra ,Move you fucking idiot!‘“ Pétur segir að miðað við samskipti sín við konuna sé ekki óvarfærið að áætla að hún hafi ekki verið að ruglast. Hún hafi vitað að um göngugötu væri að ræða. Pétur segir að margir ökumenn hafi þó tekið ábendingum hans um bann við akstri á göngugötunum vel. Sumir séu að ruglast, en aðrir ekki. Hvatningarorð frá öðrum vegfarendum Hann segist að mestu hafa fengið góð viðbrögð við uppátækinu, bæði á netinu og á göngugötunni sjálfri. „Fólk var líka bara ánægt þegar ég var að labba þarna niður. Ég var sá eini á göngugötunni, það voru allir aðrir á gangstéttinni. Enda svo sem ekki mikið pláss fyrir gangandi vegfarendur þegar það var allt fullt af bílum. Það var nú eitthvað fólk þarna sem hrópaði bara hvatningarorð að mér þarna,“ segir Pétur. Hann segist ekki telja að það hafi hjálpað að lögreglan hefði gefið út að hún myndi ekki sekta ökumenn sem keyrðu á göngugötunum sem um ræðir. Hann skilji þá ekki hvers vegna götunni sé ekki einfaldlega lokað í annan endann. „Ég held að það byggi á einhverjum misskilningi á nýjum umferðarlögum að það megi ekki. Það má alveg hafa lokað í annan endann og leyfa vörulosun og fötluðum að komast að þannig. Það þarf ekki að vera gegnumstreymisumferð.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í fyrradag svar við fyrirspurn á Twitter þar sem fram kom að lögreglan hefði ekki farið þá leið að sekta fyrir brot af þessu tagi. Var meðal annars vísað til fámennis í stéttinni og óskýrra merkinga sem gefa til kynna að um göngugötu sé að ræða. Til að sjá umræðuna sem lögreglan blandaði sér inn í má smella hér. Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Rétt, en við höfum ekki farið þá leið að byrja að sekta þarna, enda eru merkingar þess eðlis að við teljum ökumenn hreinlega ekki átta sig á breytingunni. Auk þess eru hlið ekki lokuð, til að hreyfihamlaðir komist leiðar sinnar. Mögulega ertu ósammála þessu, en matið er okkar.— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Göngugötur Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Pétur Marteinn Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn, milli Frakkastígs og Klapparstígs, verður göngugata í allt sumar. Síðastliðinn þriðjudag birti Pétur tíst þar sem hann sagðist ætla að reyna að labba „göngu“ götuna, eins og hann setti það sjálfur fram. Þegar þetta er skrifað hafa 254 skellt „like“ á tístið. 20 like og ég posta vídjói af mér að reyna að labba "göngu"götuna— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Í þræði fyrir neðan tístið birtir Pétur síðan myndbönd þar sem hann gengur niður Laugaveginn með halarófu bifreiða skammt fyrir aftan sig. Í myndböndunum segist Pétur hafa bent ökumönnum á að akstur götunni væri óheimill, auk þess sem hann sést reyna að leiðbeina ökumönnum inn á götur sem opnar eru fyrir akandi umferð. Þá sést einnig þegar einn ökumaður virðist keyra á Pétur þegar hann reynir að leiðbeina honum á réttar slóðir. Ökumaðurinn lét þó á endanum segjast og beygði þangað sem leyfilegt er að aka. Ohh ég náði ekki rifrildinu mínu við leigubílstjórann sem sagði að hann hefði allraf mátt keyra þarna pic.twitter.com/6o4cdQNgEt— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Kominn með nóg af bílum á göngugötum Í samtali við Vísi segir Pétur að kveikjan að uppátækinu, að sýna fram á hve erfitt er að ganga göngugötuna sökum bílaumferðar, hafi einfaldlega verið reynsla hans af ökumönnum sem virði ekki reglurnar. „Ég á heima þarna rétt hjá og var eiginlega kominn með nóg af þessu. Ég labba þarna daglega og sé alveg að þetta er ekki bara fólk að ruglast. Oft er þetta bara frekja í ökumönnum. Ég var á leiðinni á Loft Hostel að hitta vini mína og ákvað bara að taka myndband meðan ég var að rölta þangað. Datt það bara í hug um leið og ég labbaði út úr húsi,“ segir Pétur og bætir við að ekki hafi verið um „fyrir fram planaða krossferð“ að ræða. Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Hann segist fyrst hafa rætt við leigubílstjóra, sem hafi verið nokkuð kurteis, en þó neitað að beygja af leið, þrátt fyrir að hafa verið bent á að gatan sem hann væri á væri göngugata. „Þegar hann lét loksins segjast, þá kom einhver kona. Hún keyrði nú á mig, svona létt rakst utan í mig. Það kveikti dálítið meira í mér og þá var ekki séns að ég myndi færa mig. Ég reifst eitthvað aðeins við hana og hoppaði upp í göngugötuskiltið og benti á það. Hún svaraði bara með því að skrúfa niður rúðuna og öskra ,Move you fucking idiot!‘“ Pétur segir að miðað við samskipti sín við konuna sé ekki óvarfærið að áætla að hún hafi ekki verið að ruglast. Hún hafi vitað að um göngugötu væri að ræða. Pétur segir að margir ökumenn hafi þó tekið ábendingum hans um bann við akstri á göngugötunum vel. Sumir séu að ruglast, en aðrir ekki. Hvatningarorð frá öðrum vegfarendum Hann segist að mestu hafa fengið góð viðbrögð við uppátækinu, bæði á netinu og á göngugötunni sjálfri. „Fólk var líka bara ánægt þegar ég var að labba þarna niður. Ég var sá eini á göngugötunni, það voru allir aðrir á gangstéttinni. Enda svo sem ekki mikið pláss fyrir gangandi vegfarendur þegar það var allt fullt af bílum. Það var nú eitthvað fólk þarna sem hrópaði bara hvatningarorð að mér þarna,“ segir Pétur. Hann segist ekki telja að það hafi hjálpað að lögreglan hefði gefið út að hún myndi ekki sekta ökumenn sem keyrðu á göngugötunum sem um ræðir. Hann skilji þá ekki hvers vegna götunni sé ekki einfaldlega lokað í annan endann. „Ég held að það byggi á einhverjum misskilningi á nýjum umferðarlögum að það megi ekki. Það má alveg hafa lokað í annan endann og leyfa vörulosun og fötluðum að komast að þannig. Það þarf ekki að vera gegnumstreymisumferð.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í fyrradag svar við fyrirspurn á Twitter þar sem fram kom að lögreglan hefði ekki farið þá leið að sekta fyrir brot af þessu tagi. Var meðal annars vísað til fámennis í stéttinni og óskýrra merkinga sem gefa til kynna að um göngugötu sé að ræða. Til að sjá umræðuna sem lögreglan blandaði sér inn í má smella hér. Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Rétt, en við höfum ekki farið þá leið að byrja að sekta þarna, enda eru merkingar þess eðlis að við teljum ökumenn hreinlega ekki átta sig á breytingunni. Auk þess eru hlið ekki lokuð, til að hreyfihamlaðir komist leiðar sinnar. Mögulega ertu ósammála þessu, en matið er okkar.— LRH (@logreglan) May 31, 2020
Göngugötur Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?