Fótbolti

Ekki háar ein­kunnir sem leik­menn Eng­lands fengu í gær: Sam­herji Gylfa bestur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Kane náði ekki að koma boltanum í netið í gær, líkt og aðrir leikmenn vallarins.
Harry Kane náði ekki að koma boltanum í netið í gær, líkt og aðrir leikmenn vallarins. vísir/getty

Enska landsliðið náði ekki að skora eitt mark úr opnum leik í þessum landsleikjaglugga en liðið gerði markalaust jafntefli við Danmörk í gær eftir sigurinn á Íslandi á laugardag.

Leikurinn í gær var enginn flugeldasýning, rétt eins og leikurinn á Laugardalsvelli á laugardag, og lærisveinar Gareth Southgate fundu ekki margar lausnir. Eina mark þeirra í síðustu tveimur leikjum kom úr vítaspyrnu en markið skoraði Raheem Sterling.

Conor Coady, Kalvin Phillips, Jack Grealish og Ainsley Maitland-Niles léku allir sinn fyrsta A-landsleik í gær. Fyrst nefndu tveir voru í byrjunarliðinu en Grealish og Maitland-Niles komu af bekknum í síðari hálfleik.

Þegar litið er á einkunnagjöf Mirror er ekki mikið um háar einkunnir. Jordan Pickford, samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, var valinn maður leiksins og þar segir að hann haldi áfram að standa sig vel með Englandi þrátt fyrir vandræðin hjá félagsliði sínu.

Enginn fékk lægri einkunn en Jadon Sancho en ungstirnið fékk fjóra í einkunn. Kalvin Phillips kom næstur með fimm í einkunn og í umfjöllun um hann segir að hann þurfi úrvalsdeildarreynslu en hann er á mála hjá Leeds sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Einkunnir Mirror og umsagnir má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×