Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 11:53 Phil Foden og Mason Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06
„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01