Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 12:29 Flugvél breska flugfélagsins TUI. Myndin er úr safni. Vísir/getty Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Farþegi í umræddu flugi ber því afar illa söguna; segir aðra farþega hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi með tilliti til sóttvarna og áhöfnin hafi lítið sem ekkert skipt sér af ástandinu. Alls voru 193 um borð í flugi TOM6215 frá grísku eyjunni Zante til Cardiff í Wales 25. ágúst síðastliðinn. Af þeim sextán sem greinst hafa með veiruna er talið að sjö hafi þegar verið orðnir smitandi í fluginu. Bretinn Stephanie Whitfield, farþegi í flugi TOM6215, lýsti reynslu sinni í viðtali á BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði marga af farþegunum um borð í vélinni ekki hafa borið grímur og virt sóttvarnareglur að vettugi. „Fullt af fólki var með grímurnar undir nefinu eða jafnvel undir hökunni. Það tók grímurnar af sér til að tala við vini sína og fóru fram og til baka um ganga vélarinnar grímulausir til að tala við vini,“ sagði Whitfield. Þá hafi áhöfnin ekki framfylgt sóttvarnareglum og virst kippa sér lítið upp við kæruleysi farþega. Grímuskylda er á flugvöllum og um borð í flugvélum í Bretlandi. „Flugið var fullt af sjálfselskum „kóvitum“ (e. covidiots) og vanhæfri áhöfn sem sýndi af sér algjört skeytingarleysi,“ sagði Whitfield, sem kvað Covid-sýkingu meðal farþega ekki hafa komið sér á óvart. Flugfélagið segist harma upplifun Whitfield af fluginu. Atvikið verði rannsakað í þaula. Þá sé „öryggi og velferð farþega og áhafnar“ ætíð í forgangi. Allir sem voru um borð í flugvélinni hafa verið beðnir um að sæta sóttkví í tvær vikur. Um þrjátíu hafa greinst með kórónuveiruna í Wales í liðinni viku eftir að hafa komið heim frá Zante og búist er við að fleiri greinist á næstu dögum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira