„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 23:53 Lára segir að hún hefði aldrei farið í heimsóknina afdrifaríku ef hún hefði vitað að Foden og Greenwood væru í sóttkví. Skjáskot/Getty Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún segist ekki hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Þá gengst hún við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. Myndefnið komst í dreifingu á samfélagsmiðlum og voru leikmennirnir reknir úr landsliðshópi Englands fyrir brot á reglum um sóttkví. Í myndböndunum sem Lára birtir segist hún vilja stíga fram og segja frá sinni hlið þar sem málið hafi vakið mun meiri athygli en hún hefði getað hugsað sér. „Til að svara aðalspurningunni, ég er manneskjan sem tók strákana upp og tók allt þetta situation [aðstæður] upp,“ segir Lára og bætir við að það hafi verið stór mistök. Þá kveðst Lára alls ekki hafa áttað sig á því hversu frægir Foden og Greenwood væru raunverulega. Það hafi verið hugsunarleysi að birta myndefni af leikmönnunum á samfélagsmiðlum. „Ég fylgist ekkert með fótbolta og hef aldrei gert. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað ég var að setja á netið,“ segir Lára sem kveðst hafa þurft að læra það upp á erfiða mátann að ekki allt eigi heima netinu. Þá kveðst Lára ekki hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví, en það hefur Nadía einnig sagt. Lára segir að aldrei hefði orðið af hótelheimsókninni ef sóttkví þeirra Foden og Greenwood hefði verið uppi á borðunum. „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið vitandi að þeir væri í sóttkví.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún segist ekki hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Þá gengst hún við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. Myndefnið komst í dreifingu á samfélagsmiðlum og voru leikmennirnir reknir úr landsliðshópi Englands fyrir brot á reglum um sóttkví. Í myndböndunum sem Lára birtir segist hún vilja stíga fram og segja frá sinni hlið þar sem málið hafi vakið mun meiri athygli en hún hefði getað hugsað sér. „Til að svara aðalspurningunni, ég er manneskjan sem tók strákana upp og tók allt þetta situation [aðstæður] upp,“ segir Lára og bætir við að það hafi verið stór mistök. Þá kveðst Lára alls ekki hafa áttað sig á því hversu frægir Foden og Greenwood væru raunverulega. Það hafi verið hugsunarleysi að birta myndefni af leikmönnunum á samfélagsmiðlum. „Ég fylgist ekkert með fótbolta og hef aldrei gert. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað ég var að setja á netið,“ segir Lára sem kveðst hafa þurft að læra það upp á erfiða mátann að ekki allt eigi heima netinu. Þá kveðst Lára ekki hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví, en það hefur Nadía einnig sagt. Lára segir að aldrei hefði orðið af hótelheimsókninni ef sóttkví þeirra Foden og Greenwood hefði verið uppi á borðunum. „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið vitandi að þeir væri í sóttkví.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01