Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af manni í miðbæ í Reykjavíkur sem er grunaður um brot á nálgunarbanni. Þá átti maðurinn einnig, að því er segir í dagbók lögreglu, að vera í sóttkví vegna gruns um kórónuveirusmit en ekki kemur fram hvert hann var fluttur.
Þá voru afskipti höfðu af ungu fólki í Austurbænum um klukkan átta í gærkvöldi vegna notkunar fíkniefna. Sextán ára stúlka var kærð fyrir vörslu fíkniefna og var málið afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til barnaverndar samkvæmt dagbók lögreglu.
Klukkan rúmlega tvö í nótt fór lögreglan síðan í verslun í Kópavogi en þar hafði starfsmaður orðið fyrir aðkasti frá fólki sem er grunað um þjófnað úr búðinni. Var fólkið farið burt þegar lögregla kom á vettvang.