Fótbolti

Fyrsta sinn í 23 ár hjá Fær­eyjum | Wa­les ekki tapað í síðustu sex

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Wales fagna sigurmarki dagsins.
Leikmenn Wales fagna sigurmarki dagsins. Richard Heathcote/Getty Images

Töluvert af leikjum er nú lokið í Þjóðadeildinni. Færeyjar unnu sinn annan leik í röð en landið hefur ekki unnið tvo mótsleiki í röð á þessari öld. Þá heldur gott gengi Ryan Giggs með Wales áfram.

Færeyingar eru á toppi riðils 1 í D-deild eftir góðan 0-1 útisigur á Andorra í dag. Liðið lagði Möltu á ævintýralegan hátt á heimavelli í síðustu umferð en dramatíkin var öllu minni í dag. Klaemint Olsen skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik og tryggði Færeyjum þar með sinn annan sigur í röð.

Eins og segir hér að ofan eru 23 ár síðan liðið vann tvo mótsleiki í röð. Liðið er sem stendur með fullt hús stiga á toppi riðilsins.

Gott gengi Ryan Giggs og Wales heldur áfram en liðið hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum. Þá hefur það aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex. Liðið hélt einmitt hreinu í dag er Búlgaría var í heimsókn í riðli 4 í B-deild. Það stefndi allt í markalaust jafntefli þangað til Neco Williams, leikmaður Englandsmeistara Liverpool, skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Wales er því á toppi riðilsins með sex stig af sex mögulegum en í honum leik riðilsins vann Finnland 1-0 sigur á Írlandi þökk sé marki Fredrik Hensen á 63. mínútu.

Önnur úrslit

Ungverjaland 2-3 Rússland

Slóvenía 1-0 Moldóva




Fleiri fréttir

Sjá meira


×