Arnar Þór: Strákarnir unnu fyrir þessum sigri Andri Már Eggertsson skrifar 4. september 2020 19:20 Arnar Þór á hliðarlínunni. vísir/bára Á heimavelli hamingjunar í Víkinni hefndi undir 21 árs landslið Íslands fyrir 5-0 tap á móti Svíþjóð seinast þegar þau lið áttust við. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins og enduðu því leikar 1-0. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, var mjög sáttur með sigurinn og frammistöðu drengjanna. Sérstaklega eftir afhroðið í Svíþjóð. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu hvort réttu leikmenninir voru valdir í liðið fyrir leikinn á móti Svíþjóð. „Einsog ég haf sagt þá mega allir hafa sína skoðun en það er skemmtilegt að vinna ekki bara fyrir mig heldur strákana sem hafa verið frábærir alla vikuna að það komi smá umræða um liðið er bara gaman og þá sérstaklega þegar við skilum sigri,” sagði Arnar „Við vissum það að Svíarnir urðu að vinna okkur til að vera inn í mótinu, því fórum við með það í huga að vera inn í leiknum sem lengst. Við vorum í basli í byrjun að finna okkur leik og vorum hræddir við að halda boltanum sjálfir og því fengu þeir nokkur færi skutu meðal annars í stöngina.” „Við urðum betri og betri eftir því sem leið á leikinn og það var vítamín að fá rautt spjald á Svíann og stuttu eftir það skoraði Sveinn Aron frábært mark. Við töpuðum boltanum heldur auðveldlega í upphafi og þá eru Svíarnir góðir að ráðast á okkur einsog við fengum að kynnast í fyrri leiknum,” sagði Arnar um spilamennsku liðsins og var ánægður með hvernig liðið vann úr sínum vandræðum í upphafi leiks. Eiður Smári fékk rautt í seinasta leik og var upp í stúku sem var ekki með neinum utan að komandi áhorfendum sem gerði honum auðvelt fyrir að koma skilaboðum á leiðis á liðið. „Það er ekki slæmt að hafa mann einsog Eið Smára hinum megin að koma skilaboðum á framfarir, það var gott að hafa hann þar því hann sér leikinn á öðruvísi stað og er ekki í stressinu með mér og var gott að hann laumaði inn nokkrum gullmolum sem hjálpuðu.” Rautt spjald átti sér stað þegar Alex Þór Hauksson var í baráttu við Viktor Gyökeres sem gaf honum olnbogann í andlitið sem fékk að líta rauða spjaldið. „Þetta var rautt spjald það blæddi úr Alexi næstu 10 mínúturnar og er nefið á honum vel brotið en mér fannst dómarinn dæma leikinn vel og var ekkert út á það að setja að gefa rautt á þetta.” Arnar var orðinn stressaður á að jöfnunarmarkið kæmi undir lok leiks þar sem Svíarnir herjuðu á liðið undir lok leiks með löngum boltum sem hefðu getað dottið þeirra megin en aðal færið þeirra í lok leiks var skalli frá Ísaki sem Patrekur Sigurður Gunnarsson varði mjög vel. Eftir sigur á móti Svíþjóð gefur það Íslandi möguleikann á að komast í sjálfa lokakeppnina. „Þetta fer eftir því hvað Ítalarnir gera á móti Írunum við eigum 4 leiki eftir þar þurfum við líklegast að vinna 3 af þeim 4 en fyrst og fremst ætlum við að fá að njóta þess að hafa unnið þennan leik þar sem við erum búnir að skilja Svíanna eftir og þá eru Ítalarnir næstir hér heima sem við förum að undirbúa á næstu vikum,” sagði Arnar um möguleika liðsins í riðlinum. Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Á heimavelli hamingjunar í Víkinni hefndi undir 21 árs landslið Íslands fyrir 5-0 tap á móti Svíþjóð seinast þegar þau lið áttust við. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins og enduðu því leikar 1-0. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, var mjög sáttur með sigurinn og frammistöðu drengjanna. Sérstaklega eftir afhroðið í Svíþjóð. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu hvort réttu leikmenninir voru valdir í liðið fyrir leikinn á móti Svíþjóð. „Einsog ég haf sagt þá mega allir hafa sína skoðun en það er skemmtilegt að vinna ekki bara fyrir mig heldur strákana sem hafa verið frábærir alla vikuna að það komi smá umræða um liðið er bara gaman og þá sérstaklega þegar við skilum sigri,” sagði Arnar „Við vissum það að Svíarnir urðu að vinna okkur til að vera inn í mótinu, því fórum við með það í huga að vera inn í leiknum sem lengst. Við vorum í basli í byrjun að finna okkur leik og vorum hræddir við að halda boltanum sjálfir og því fengu þeir nokkur færi skutu meðal annars í stöngina.” „Við urðum betri og betri eftir því sem leið á leikinn og það var vítamín að fá rautt spjald á Svíann og stuttu eftir það skoraði Sveinn Aron frábært mark. Við töpuðum boltanum heldur auðveldlega í upphafi og þá eru Svíarnir góðir að ráðast á okkur einsog við fengum að kynnast í fyrri leiknum,” sagði Arnar um spilamennsku liðsins og var ánægður með hvernig liðið vann úr sínum vandræðum í upphafi leiks. Eiður Smári fékk rautt í seinasta leik og var upp í stúku sem var ekki með neinum utan að komandi áhorfendum sem gerði honum auðvelt fyrir að koma skilaboðum á leiðis á liðið. „Það er ekki slæmt að hafa mann einsog Eið Smára hinum megin að koma skilaboðum á framfarir, það var gott að hafa hann þar því hann sér leikinn á öðruvísi stað og er ekki í stressinu með mér og var gott að hann laumaði inn nokkrum gullmolum sem hjálpuðu.” Rautt spjald átti sér stað þegar Alex Þór Hauksson var í baráttu við Viktor Gyökeres sem gaf honum olnbogann í andlitið sem fékk að líta rauða spjaldið. „Þetta var rautt spjald það blæddi úr Alexi næstu 10 mínúturnar og er nefið á honum vel brotið en mér fannst dómarinn dæma leikinn vel og var ekkert út á það að setja að gefa rautt á þetta.” Arnar var orðinn stressaður á að jöfnunarmarkið kæmi undir lok leiks þar sem Svíarnir herjuðu á liðið undir lok leiks með löngum boltum sem hefðu getað dottið þeirra megin en aðal færið þeirra í lok leiks var skalli frá Ísaki sem Patrekur Sigurður Gunnarsson varði mjög vel. Eftir sigur á móti Svíþjóð gefur það Íslandi möguleikann á að komast í sjálfa lokakeppnina. „Þetta fer eftir því hvað Ítalarnir gera á móti Írunum við eigum 4 leiki eftir þar þurfum við líklegast að vinna 3 af þeim 4 en fyrst og fremst ætlum við að fá að njóta þess að hafa unnið þennan leik þar sem við erum búnir að skilja Svíanna eftir og þá eru Ítalarnir næstir hér heima sem við förum að undirbúa á næstu vikum,” sagði Arnar um möguleika liðsins í riðlinum.
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira