Arnar Þór: Strákarnir unnu fyrir þessum sigri Andri Már Eggertsson skrifar 4. september 2020 19:20 Arnar Þór á hliðarlínunni. vísir/bára Á heimavelli hamingjunar í Víkinni hefndi undir 21 árs landslið Íslands fyrir 5-0 tap á móti Svíþjóð seinast þegar þau lið áttust við. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins og enduðu því leikar 1-0. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, var mjög sáttur með sigurinn og frammistöðu drengjanna. Sérstaklega eftir afhroðið í Svíþjóð. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu hvort réttu leikmenninir voru valdir í liðið fyrir leikinn á móti Svíþjóð. „Einsog ég haf sagt þá mega allir hafa sína skoðun en það er skemmtilegt að vinna ekki bara fyrir mig heldur strákana sem hafa verið frábærir alla vikuna að það komi smá umræða um liðið er bara gaman og þá sérstaklega þegar við skilum sigri,” sagði Arnar „Við vissum það að Svíarnir urðu að vinna okkur til að vera inn í mótinu, því fórum við með það í huga að vera inn í leiknum sem lengst. Við vorum í basli í byrjun að finna okkur leik og vorum hræddir við að halda boltanum sjálfir og því fengu þeir nokkur færi skutu meðal annars í stöngina.” „Við urðum betri og betri eftir því sem leið á leikinn og það var vítamín að fá rautt spjald á Svíann og stuttu eftir það skoraði Sveinn Aron frábært mark. Við töpuðum boltanum heldur auðveldlega í upphafi og þá eru Svíarnir góðir að ráðast á okkur einsog við fengum að kynnast í fyrri leiknum,” sagði Arnar um spilamennsku liðsins og var ánægður með hvernig liðið vann úr sínum vandræðum í upphafi leiks. Eiður Smári fékk rautt í seinasta leik og var upp í stúku sem var ekki með neinum utan að komandi áhorfendum sem gerði honum auðvelt fyrir að koma skilaboðum á leiðis á liðið. „Það er ekki slæmt að hafa mann einsog Eið Smára hinum megin að koma skilaboðum á framfarir, það var gott að hafa hann þar því hann sér leikinn á öðruvísi stað og er ekki í stressinu með mér og var gott að hann laumaði inn nokkrum gullmolum sem hjálpuðu.” Rautt spjald átti sér stað þegar Alex Þór Hauksson var í baráttu við Viktor Gyökeres sem gaf honum olnbogann í andlitið sem fékk að líta rauða spjaldið. „Þetta var rautt spjald það blæddi úr Alexi næstu 10 mínúturnar og er nefið á honum vel brotið en mér fannst dómarinn dæma leikinn vel og var ekkert út á það að setja að gefa rautt á þetta.” Arnar var orðinn stressaður á að jöfnunarmarkið kæmi undir lok leiks þar sem Svíarnir herjuðu á liðið undir lok leiks með löngum boltum sem hefðu getað dottið þeirra megin en aðal færið þeirra í lok leiks var skalli frá Ísaki sem Patrekur Sigurður Gunnarsson varði mjög vel. Eftir sigur á móti Svíþjóð gefur það Íslandi möguleikann á að komast í sjálfa lokakeppnina. „Þetta fer eftir því hvað Ítalarnir gera á móti Írunum við eigum 4 leiki eftir þar þurfum við líklegast að vinna 3 af þeim 4 en fyrst og fremst ætlum við að fá að njóta þess að hafa unnið þennan leik þar sem við erum búnir að skilja Svíanna eftir og þá eru Ítalarnir næstir hér heima sem við förum að undirbúa á næstu vikum,” sagði Arnar um möguleika liðsins í riðlinum. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Á heimavelli hamingjunar í Víkinni hefndi undir 21 árs landslið Íslands fyrir 5-0 tap á móti Svíþjóð seinast þegar þau lið áttust við. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins og enduðu því leikar 1-0. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, var mjög sáttur með sigurinn og frammistöðu drengjanna. Sérstaklega eftir afhroðið í Svíþjóð. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu hvort réttu leikmenninir voru valdir í liðið fyrir leikinn á móti Svíþjóð. „Einsog ég haf sagt þá mega allir hafa sína skoðun en það er skemmtilegt að vinna ekki bara fyrir mig heldur strákana sem hafa verið frábærir alla vikuna að það komi smá umræða um liðið er bara gaman og þá sérstaklega þegar við skilum sigri,” sagði Arnar „Við vissum það að Svíarnir urðu að vinna okkur til að vera inn í mótinu, því fórum við með það í huga að vera inn í leiknum sem lengst. Við vorum í basli í byrjun að finna okkur leik og vorum hræddir við að halda boltanum sjálfir og því fengu þeir nokkur færi skutu meðal annars í stöngina.” „Við urðum betri og betri eftir því sem leið á leikinn og það var vítamín að fá rautt spjald á Svíann og stuttu eftir það skoraði Sveinn Aron frábært mark. Við töpuðum boltanum heldur auðveldlega í upphafi og þá eru Svíarnir góðir að ráðast á okkur einsog við fengum að kynnast í fyrri leiknum,” sagði Arnar um spilamennsku liðsins og var ánægður með hvernig liðið vann úr sínum vandræðum í upphafi leiks. Eiður Smári fékk rautt í seinasta leik og var upp í stúku sem var ekki með neinum utan að komandi áhorfendum sem gerði honum auðvelt fyrir að koma skilaboðum á leiðis á liðið. „Það er ekki slæmt að hafa mann einsog Eið Smára hinum megin að koma skilaboðum á framfarir, það var gott að hafa hann þar því hann sér leikinn á öðruvísi stað og er ekki í stressinu með mér og var gott að hann laumaði inn nokkrum gullmolum sem hjálpuðu.” Rautt spjald átti sér stað þegar Alex Þór Hauksson var í baráttu við Viktor Gyökeres sem gaf honum olnbogann í andlitið sem fékk að líta rauða spjaldið. „Þetta var rautt spjald það blæddi úr Alexi næstu 10 mínúturnar og er nefið á honum vel brotið en mér fannst dómarinn dæma leikinn vel og var ekkert út á það að setja að gefa rautt á þetta.” Arnar var orðinn stressaður á að jöfnunarmarkið kæmi undir lok leiks þar sem Svíarnir herjuðu á liðið undir lok leiks með löngum boltum sem hefðu getað dottið þeirra megin en aðal færið þeirra í lok leiks var skalli frá Ísaki sem Patrekur Sigurður Gunnarsson varði mjög vel. Eftir sigur á móti Svíþjóð gefur það Íslandi möguleikann á að komast í sjálfa lokakeppnina. „Þetta fer eftir því hvað Ítalarnir gera á móti Írunum við eigum 4 leiki eftir þar þurfum við líklegast að vinna 3 af þeim 4 en fyrst og fremst ætlum við að fá að njóta þess að hafa unnið þennan leik þar sem við erum búnir að skilja Svíanna eftir og þá eru Ítalarnir næstir hér heima sem við förum að undirbúa á næstu vikum,” sagði Arnar um möguleika liðsins í riðlinum.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira