Segir að hann muni ávallt elska Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 21:30 Messi segir að hann muni ávallt elska knattspyrnufélagið Barcelona. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20