Segir að hann muni ávallt elska Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 21:30 Messi segir að hann muni ávallt elska knattspyrnufélagið Barcelona. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Eftir að hafa haldið knattspyrnuheiminum í gíslingu undanfarnar vikur opinberaði Lionel Messi loks í dag að hann yrði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Allavega út núverandi samning sinn en hann rennur út sumarið 2021. Messi greindi frá þessu í viðtali fyrr í dag. Þar segir hann til að mynda að hann hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að fara frá félaginu og hann væri búinn að fá nóg af stjórnarháttum Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins. Þrátt fyrir að vilja – enn sem stendur allavega – yfirgefa félagið og hafa reynt það með öllum tiltækum ráðum fyrir utan að fara fyrir dómara þá segir Messi að ást sín á Barcelona muni aldrei dvína. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður mun því virða samning sinn út þetta tímabil og gefa sig allan í verkefnið. „Ég vil alltaf vinna. Ég er með mikið keppnisskap og hata að tapa. Ég vill það besta fyrir félagið, fyrir búningsklefann og fyrir sjálfan mig,“ segir Messi í viðtali við Goal.com. Það er allavega ljóst að Messi hefur fengið sínu framgengt undanfarin ár en hann er launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Cristiano Ronaldo þénar þó meira á ári en hann fær12 milljónum dollara minna í laun frá Juventus en Messi fær frá Barcelona. The love story continues pic.twitter.com/LAoMsIwAUs— Goal (@goal) September 4, 2020 Messi er ósáttur með umræðuna sem myndaðist í kringum mögulega brottför hans frá Barcelona. „Það særði mig þegar ég heyrði fólk, og blaðamenn, efast um hollustu mína gagnvart Barcelona. Sagðir voru hlutir sem ég tel mig ekki eiga skilið en það hjálpar mér líka að sjá hvernig fólk er í raun og veru. Knattspyrnuheimurinn getur verið mjög erfiður og það er mikið af lygurum. Þetta hefur hjálpað mér að sjá hverjir eru lygarar og hverjir ekki. Það særði mig þegar fólk efaðist um ást mína á félaginu.“ WORLD EXCLUSIVE We spoke to Lionel Messi about why he felt forced to leave Barcelona, how it devastated his family and what his future looks like now — Goal (@goal) September 4, 2020 „Sama hversu mikið ég vill fara, ást mín á Barcelona mun aldrei breytast,“ sagði Messi að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Messi verður áfram hjá Barcelona Lionel Messi vill ekki enda ferill sinn hjá Barcelona inn í réttarsal og hefur ákveðið að klára síðasta tímabilið í samningi sínum. 4. september 2020 16:20