Starfsfólk og bekkjarfélagar í sóttkví eftir að nemandi í 7. bekk smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 14:07 Smitið kom upp í Vallaskóla á Selfossi. Vísir/vilhelm Nemandi í 7. bekk í Vallaskóla á Selfossi greindist í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vallaskóla en Sunnlenska.is greindi einnig frá málinu í dag. Samnemendur barnsins, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara í sóttkví vegna smitsins. Í tilkynningu skólans segir að nemandinn hafi ekki mætt í skólann á mánudag og þriðjudag í þessari viku en svo mætt í fyrsta tíma á miðvikudaginn. Hann hafi fljótlega verið sendur heim vegna flensueinkenna. Þar áður hafði nemandinn síðast verið í skólanum föstudaginn 28. ágúst en ekki fengið einkenni fyrr en um helgina. Nemandinn var einungis í samneyti við nokkra bekkjarfélaga í bekkjarstofu umræddan miðvikudagsmorgun, ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Nemendur í viðkomandi bekk, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara því í sóttkví frá og með deginum í gær, 3. september. Aðrir þurfa ekki að sæta sóttkví sem stendur. Haft var samband við alla hlutaðeigandi í morgun, að því er segir í tilkynningu skólans. „Málið er erfitt fyrir alla þá sem því tengjast og biðjum við alla í samfélagi skólans að halda ró sinni, sýna samstöðu og hluttekningu. Við erum öll í þessu saman,“ segir jafnframt í tilkynningu. Kórónuveirusmit hafa víða komið upp í skólum á landinu í þessari seinni bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Nú síðast var greint frá því að þrír starfsmenn Fossvogsskóla hafi verið settir í úrvinnslusóttkví og skimun eftir að starfsmaður í eldhúsi greindist með kórónuveirusmit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Nemandi í 7. bekk í Vallaskóla á Selfossi greindist í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vallaskóla en Sunnlenska.is greindi einnig frá málinu í dag. Samnemendur barnsins, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara í sóttkví vegna smitsins. Í tilkynningu skólans segir að nemandinn hafi ekki mætt í skólann á mánudag og þriðjudag í þessari viku en svo mætt í fyrsta tíma á miðvikudaginn. Hann hafi fljótlega verið sendur heim vegna flensueinkenna. Þar áður hafði nemandinn síðast verið í skólanum föstudaginn 28. ágúst en ekki fengið einkenni fyrr en um helgina. Nemandinn var einungis í samneyti við nokkra bekkjarfélaga í bekkjarstofu umræddan miðvikudagsmorgun, ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Nemendur í viðkomandi bekk, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara því í sóttkví frá og með deginum í gær, 3. september. Aðrir þurfa ekki að sæta sóttkví sem stendur. Haft var samband við alla hlutaðeigandi í morgun, að því er segir í tilkynningu skólans. „Málið er erfitt fyrir alla þá sem því tengjast og biðjum við alla í samfélagi skólans að halda ró sinni, sýna samstöðu og hluttekningu. Við erum öll í þessu saman,“ segir jafnframt í tilkynningu. Kórónuveirusmit hafa víða komið upp í skólum á landinu í þessari seinni bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Nú síðast var greint frá því að þrír starfsmenn Fossvogsskóla hafi verið settir í úrvinnslusóttkví og skimun eftir að starfsmaður í eldhúsi greindist með kórónuveirusmit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira