Dorsett laus úr sóttkví: Heyrði af því að enska landsliðið vilji komast í Bláa lónið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 13:00 Harry Kane og Raheem Sterling spiluðu báðir þennan sögulega leik fyrir fjórum árum. Ensku landsliðsmennirnir eru sagðir vilja komast í Bláá lónið. Samsett/Getty Ísland og England mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum á morgun og vanalega væri hér allt morandi í enskum fjölmiðlamönnum. Kórónuveiran og mjög skert aðgengi að liðunum varð hins vegar til þess að aðeins örfári lögðu á sig vesenið að koma til Íslands. Einn af þeim er Rob Dorsett á Sky Sports sem er búinn með sóttkví og klár í að fjalla um leikinn. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Rob Dorsett um fyrstu dagana á Íslandi og leikinn við Englendinga á morgun. „Það hefur verið krefjandi fyrir mig. Við þurftum að vera í sóttkví í fimm eða sex daga og vorum fastur upp á hótelherbergi. Við þurftum að taka stóra ákvörðun um það hvort við ættum að koma til Íslands yfir höfuð,“ sagði Rob Dorsett sem gat ekki sleppt þessu. „Ég vissi hversu falleg borg Reykjavík væri og vildi endilega koma því allir vinirnir mínir höfðu sagt mér frá því. Bílferðin frá flugvellinum á hótelið var mjög falleg en svo sáum maður bara hótelveggina í fimm daga,“ sagði Rob Dorsett og það reyndi á hann næstu dagana. Borðuðum ekki mikið fyrstu þrjá dagana „Það var erfitt að fá mat. Við vorum á yndislegu hóteli en þau þurftu að loka veitingastaðnum sínum vegna kórónuveirunnar. Það var heldur engin herbergisþjónusta sem við vissum ekki fyrr en við komum hingað. Við fengum símanúmer hjá fullt af veitingastöðum á svæðinu en flestir þeirra sendu ekki matinn. A-ha vefsíðan tekur síðan ekki við ensku kreditkorti. Við borðuðum því ekki mikið fyrstu þrjá dagana,“ sagði Rob Dorsett. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri AHA.is, segir ekki rétt hjá Dorsett að AHA taki ekki við enskum kreditkortum. Vandamálið sé hjá kortaútgefananum erlendis og nú ætti að vera komin lausn við þessu vandamáli. Þvert á móti vilji AHA.is taka við öllum viðskiptum en ýmsar villur hafi komið upp hjá kortafyrirtækjum í ljósi aukinna viðskipta með mat á netinu í kórónuveirufaraldrinum. „Það er allt í lagi núna því við erum búnir að fara í seinna prófið og erum frjálsir núna. Við fáum því loksins að skoða Reykjavík sem er fallegur staður,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvað hafi verið það fyrsta sem hann gerði þegar hann slapp úr sóttkví. „Við fengum okkur bjór á veitingastað sem var 50 metrum frá hótelinu,“ sagði Rob Dorsett hlæjandi. Ætla að prófa alla veitingastaðina í kringum hótelið „Hótelið okkar er í miðbænum og það er allt fullt af veitingastöðum í kringum okkur. Við munum prófa þá alla áður en við förum aftur heim,“ sagði Rob Dorsett. Enska landsliðið verður á Íslandi fram á þriðjudaginn og mun æfa á Íslandi á mánudagsmorguninn áður enn liðið fer til Danmerkur. „Við vorum að heyra eitthvað af því að enska landsliðið ætlaði í Bláa lónið ef þeir fá eitthvað frí en ég veit ekki hvort þeir hafi tíma til þess. Það er öruggt að leikmennirnir vilja það,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvort ensku fjölmiðlamennirnir væru mikið að velta sér ennþá upp úr sigri Íslands á Englandi á EM 2016. Enska landsliðið mun taka leikinn mjög alvarlega „Það er mjög slæm minning fyrir okkur og kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Stuðningsmennirnir ykkar voru stórkostlegir í þeirri keppni. Víkingklappið er enn stóra minningin mín frá mótinu. Þessi leikur er samt mjög slæm minning fyrir enska fótboltaáhugamenn,“ sagði Rob Dorsett. „Ég veit að það vantar mikið í íslenska landsliðshópinn núna þar sem fimm af bestu leikmönnum íslenska liðsins eru ekki með. Enska landsliðið ætlar samt sem áður að taka þennan leik mjög alvarlega og þeir hafa áhyggjur af enska landsliðinu,“ sagði Rob Dorsett. „Enska landsliðið hefur ekki spilað í tíu mánuði og Gareth Southgate sá að tap á móti Íslandi kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Ég lofa þér því að hann mun taka þennan leik mjög alvarlega,“ sagði Rob Dorsett. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir ræðir við Rob Dorsett frá Sky Sports Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum AHA.is. Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Ísland og England mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum á morgun og vanalega væri hér allt morandi í enskum fjölmiðlamönnum. Kórónuveiran og mjög skert aðgengi að liðunum varð hins vegar til þess að aðeins örfári lögðu á sig vesenið að koma til Íslands. Einn af þeim er Rob Dorsett á Sky Sports sem er búinn með sóttkví og klár í að fjalla um leikinn. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Rob Dorsett um fyrstu dagana á Íslandi og leikinn við Englendinga á morgun. „Það hefur verið krefjandi fyrir mig. Við þurftum að vera í sóttkví í fimm eða sex daga og vorum fastur upp á hótelherbergi. Við þurftum að taka stóra ákvörðun um það hvort við ættum að koma til Íslands yfir höfuð,“ sagði Rob Dorsett sem gat ekki sleppt þessu. „Ég vissi hversu falleg borg Reykjavík væri og vildi endilega koma því allir vinirnir mínir höfðu sagt mér frá því. Bílferðin frá flugvellinum á hótelið var mjög falleg en svo sáum maður bara hótelveggina í fimm daga,“ sagði Rob Dorsett og það reyndi á hann næstu dagana. Borðuðum ekki mikið fyrstu þrjá dagana „Það var erfitt að fá mat. Við vorum á yndislegu hóteli en þau þurftu að loka veitingastaðnum sínum vegna kórónuveirunnar. Það var heldur engin herbergisþjónusta sem við vissum ekki fyrr en við komum hingað. Við fengum símanúmer hjá fullt af veitingastöðum á svæðinu en flestir þeirra sendu ekki matinn. A-ha vefsíðan tekur síðan ekki við ensku kreditkorti. Við borðuðum því ekki mikið fyrstu þrjá dagana,“ sagði Rob Dorsett. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri AHA.is, segir ekki rétt hjá Dorsett að AHA taki ekki við enskum kreditkortum. Vandamálið sé hjá kortaútgefananum erlendis og nú ætti að vera komin lausn við þessu vandamáli. Þvert á móti vilji AHA.is taka við öllum viðskiptum en ýmsar villur hafi komið upp hjá kortafyrirtækjum í ljósi aukinna viðskipta með mat á netinu í kórónuveirufaraldrinum. „Það er allt í lagi núna því við erum búnir að fara í seinna prófið og erum frjálsir núna. Við fáum því loksins að skoða Reykjavík sem er fallegur staður,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvað hafi verið það fyrsta sem hann gerði þegar hann slapp úr sóttkví. „Við fengum okkur bjór á veitingastað sem var 50 metrum frá hótelinu,“ sagði Rob Dorsett hlæjandi. Ætla að prófa alla veitingastaðina í kringum hótelið „Hótelið okkar er í miðbænum og það er allt fullt af veitingastöðum í kringum okkur. Við munum prófa þá alla áður en við förum aftur heim,“ sagði Rob Dorsett. Enska landsliðið verður á Íslandi fram á þriðjudaginn og mun æfa á Íslandi á mánudagsmorguninn áður enn liðið fer til Danmerkur. „Við vorum að heyra eitthvað af því að enska landsliðið ætlaði í Bláa lónið ef þeir fá eitthvað frí en ég veit ekki hvort þeir hafi tíma til þess. Það er öruggt að leikmennirnir vilja það,“ sagði Rob Dorsett. Henry Birgir spurði Rob Dorsett hvort ensku fjölmiðlamennirnir væru mikið að velta sér ennþá upp úr sigri Íslands á Englandi á EM 2016. Enska landsliðið mun taka leikinn mjög alvarlega „Það er mjög slæm minning fyrir okkur og kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Stuðningsmennirnir ykkar voru stórkostlegir í þeirri keppni. Víkingklappið er enn stóra minningin mín frá mótinu. Þessi leikur er samt mjög slæm minning fyrir enska fótboltaáhugamenn,“ sagði Rob Dorsett. „Ég veit að það vantar mikið í íslenska landsliðshópinn núna þar sem fimm af bestu leikmönnum íslenska liðsins eru ekki með. Enska landsliðið ætlar samt sem áður að taka þennan leik mjög alvarlega og þeir hafa áhyggjur af enska landsliðinu,“ sagði Rob Dorsett. „Enska landsliðið hefur ekki spilað í tíu mánuði og Gareth Southgate sá að tap á móti Íslandi kostaði Roy Hodgson landsliðsþjálfarastarfið. Ég lofa þér því að hann mun taka þennan leik mjög alvarlega,“ sagði Rob Dorsett. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir ræðir við Rob Dorsett frá Sky Sports Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum AHA.is.
Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri AHA.is, segir ekki rétt hjá Dorsett að AHA taki ekki við enskum kreditkortum. Vandamálið sé hjá kortaútgefananum erlendis og nú ætti að vera komin lausn við þessu vandamáli. Þvert á móti vilji AHA.is taka við öllum viðskiptum en ýmsar villur hafi komið upp hjá kortafyrirtækjum í ljósi aukinna viðskipta með mat á netinu í kórónuveirufaraldrinum.
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira