Innlent

Ís­lendingur tekinn með kókaín á flug­vellinum í Barcelona

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn á flugvellinum í Barcelona í júlí.
Maðurinn var handtekinn á flugvellinum í Barcelona í júlí. Vísir/Joan Valls

35 ára gamall íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Barcelona þann 20. júlí síðastliðinn með tæplega fimm kíló af kókaíni falin í ferðatösku. Maðurinn ætlaði að fara með flugi frá Barcelona til Amsterdam.

Að sögn fjölmiðlafulltrúa lögreglunnar í Barcelona er maðurinn ekki í haldi lögreglu nú. Þá hafði hann hvorki upplýsingar um hvort að maðurinn hefði verið úrskurðaður í farbann né hvort hann væri enn í Barcelona, annars staðar á Spáni eða væri farinn úr landi.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu kom málið inn á borð borgaraþjónustunnar í sumar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×