Innlent

Tveir smitaðir á Ísafirði, tólf í sóttkví

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Vilhelm

Tólf manns hafa verið settir í sóttkví eftir að tvö ný kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að unnið sé að smitrakningu með sýnatökum og mótefnamælingum.

Greint er frá smitunum í Facebook-færslu heilbrigðisstofnunarinnar í kvöld. Skammt er síðan tæplega tuttugu íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíf á Ísafirði voru settir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist í fyrstu jákvæður fyrir veirunni. Við síðari sýnatöku reyndist sýni úr honum neikvætt.

Alls eru 95 manns í einangrun hér á landi vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá eru 720 manns í sóttkví samkvæmt tölum sem birtar voru á upplýsingavef almannavarna og landlæknis í dag.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×