Siðanefnd RÚV endurlífguð vegna kæru Samherja Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 17:06 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Reykjavík Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV. Skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. Þetta kemur fram í svari Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í samræmi við siðareglur RÚV. Gunnar Ingi Jóhannsson var þá skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Guðmundur Heiðar Frímannsson, aðalmaður fyrir hönd Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sigríður Árnadóttir, aðalmaður fyrir hönd Starfsmannasamstaka RÚV. Til vara voru skipaðir Grétar J. Guðmundsson og G. Pétur Matthíasson. „Endurskoðun siðareglna RÚV hefur staðið yfir frá síðasta ári og hefur því ekki verið endurskipað í nefndina. Í ljósi framkominnar kæru til siðanefndar hefur verið óskað eftir tilnefningum í nefndina og að þeim fengnum verður kæran send nefndinni til meðferðar,“ segir í svari Stefáns. Á starfstíma nefndarinnar hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni. Inntur eftir því hvort hægt sé að áætla hvenær endurskipun klárist, og þá hvenær kæran verði tekin til meðferðar, segir Stefán: „Vonandi fljótlega.“ Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur RÚV, sem kveða á um að fréttamenn taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála. Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður, Snærós Sindradóttir verkefnastjóri og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV. Skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. Þetta kemur fram í svari Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í samræmi við siðareglur RÚV. Gunnar Ingi Jóhannsson var þá skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Guðmundur Heiðar Frímannsson, aðalmaður fyrir hönd Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sigríður Árnadóttir, aðalmaður fyrir hönd Starfsmannasamstaka RÚV. Til vara voru skipaðir Grétar J. Guðmundsson og G. Pétur Matthíasson. „Endurskoðun siðareglna RÚV hefur staðið yfir frá síðasta ári og hefur því ekki verið endurskipað í nefndina. Í ljósi framkominnar kæru til siðanefndar hefur verið óskað eftir tilnefningum í nefndina og að þeim fengnum verður kæran send nefndinni til meðferðar,“ segir í svari Stefáns. Á starfstíma nefndarinnar hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni. Inntur eftir því hvort hægt sé að áætla hvenær endurskipun klárist, og þá hvenær kæran verði tekin til meðferðar, segir Stefán: „Vonandi fljótlega.“ Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur RÚV, sem kveða á um að fréttamenn taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála. Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður, Snærós Sindradóttir verkefnastjóri og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01