City-menn mættir til Barcelona til að reyna að landa Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 08:00 Liggja leiðir Lionels Messi og Peps Guardiola aftur saman? getty/Adam Pretty Manchester City ætlar að bjóða Lionel Messi tveggja ára samning við félagið. Argentínumaðurinn vill komast frá Barcelona og hefur verið sterklega orðaður við City. Þar myndi hann hitta fyrir Pep Guardiola en Messi lék undir hans stjórn hjá Barcelona á árunum 2008-12. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að yfirmaður knattspyrnumála hjá City, Txiki Begiristain, sé staddur í Barcelona til að reyna að ganga frá samkomulagi við Messi um að koma til enska liðsins. Begiristain þekkir vel til hjá Barcelona en hann er fyrrverandi leikmaður og starfsmaður félagsins. Messi hefur ekki enn mætt til æfinga hjá Barcelona og virðist staðráðinn í að komast burt frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Argentínski snillingurinn gæti fengið rúmlega milljón punda sekt frá Barcelona fyrir að skrópa á æfingar. Faðir Messi, Jorge, fundar með forráðamönnum Barcelona á morgun þar sem mál sonar hans verða rædd. Hinn 33 ára Messi er með riftunarákvæði í samningi sínum upp á litlar 630 milljónir punda. Messi lítur svo á að honum sé frjálst að fara frítt frá Barcelona vegna klásúlu í samningi. Spænska úrvalsdeildin hefur hins vegar blandað sér í málið og segir að það félag sem ætli að fá Messi verði að borga riftunarákvæðið. Spænski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Manchester City ætlar að bjóða Lionel Messi tveggja ára samning við félagið. Argentínumaðurinn vill komast frá Barcelona og hefur verið sterklega orðaður við City. Þar myndi hann hitta fyrir Pep Guardiola en Messi lék undir hans stjórn hjá Barcelona á árunum 2008-12. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að yfirmaður knattspyrnumála hjá City, Txiki Begiristain, sé staddur í Barcelona til að reyna að ganga frá samkomulagi við Messi um að koma til enska liðsins. Begiristain þekkir vel til hjá Barcelona en hann er fyrrverandi leikmaður og starfsmaður félagsins. Messi hefur ekki enn mætt til æfinga hjá Barcelona og virðist staðráðinn í að komast burt frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Argentínski snillingurinn gæti fengið rúmlega milljón punda sekt frá Barcelona fyrir að skrópa á æfingar. Faðir Messi, Jorge, fundar með forráðamönnum Barcelona á morgun þar sem mál sonar hans verða rædd. Hinn 33 ára Messi er með riftunarákvæði í samningi sínum upp á litlar 630 milljónir punda. Messi lítur svo á að honum sé frjálst að fara frítt frá Barcelona vegna klásúlu í samningi. Spænska úrvalsdeildin hefur hins vegar blandað sér í málið og segir að það félag sem ætli að fá Messi verði að borga riftunarákvæðið.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira