Fótbolti

Messi gæti fengið háa sekt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í niðurlægingunni gegn Bayern Munchen.
Messi í niðurlægingunni gegn Bayern Munchen. vísir/getty

Lionel Messi gæti fengið rúmlega milljón punda sekt frá Barcelona eftir að hafa ekki mætt á fyrstu æfingar liðsins eftir sumarfrí.

Messi sem er talinn vilja komast burt frá félaginu mætti ekki í kórónuveirutest á sunnudaginn og var heldur ekki mættur á æfingar í dag.

Samkvæmt Marca eru Börsungar tilbúnir að refsa Messi fyrir þessa framkomu og gætu sektað hann um 1,1 milljónir punda.

Mæti Argentínumaðurinn ekki til æfinga á morgun verði það þriðji dagurinn sem hann ekki mætir og því mun Barcelona mögulega draga af honum ellefu daga laun.

Messi fær ansi háa upphæð greidda frá Barcelona en hluti af samning hans er árangurstengdur eins og margir aðrir samningar.

Josep Bartomeu, forseti Barcelona, er ekki sáttur við framkomu Messi og hyggst sekta hann en það andar köldu þeirra á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×