Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. ágúst 2020 21:01 Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá Sameind. Vísir Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08
Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17