Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. ágúst 2020 21:01 Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá Sameind. Vísir Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08
Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17