Innlent

Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu.
Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar. Báðir einstaklingarnir sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is.

Eins og stendur eru 105 í einangrun og fækkar um sex milli daga. Þá eru 986 í sóttkví og fer þeim fækkandi, en 1.020 voru í sóttkví í gær. 23.985 hafa lokið sóttkví frá því að faraldurinn hófst hér á landi.

Samkvæmt tölum á covid.is liggur enginn á sjúkrahúsi af völdum veirunnar. Frá upphafi faraldursins hafa tíu látist af völdum Covid-19 hér á landi.

360 einkennasýni voru tekin í gær á sýkla- og veirufræðideildinni og hjá Íslenskri erfðagreiningu. 1.079 sýni voru tekin á landamærunum.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fer úr 18,5 niður í 16,9. Þá er nýgengi landamærasmita nú 9,8, en var 9,5 í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×