Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 12:17 Björn Rúnar Lúðvíksson ræddi stöðu mála í hljóðveri Bylgjunnar á Suðurlandsbraut í morgun. Vísir/Gulli Helga Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent