Fótbolti

Aron skoraði tvö mörk og margir íslenskir sigrar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron fagnar marki með Hammarby.
Aron fagnar marki með Hammarby. vísir/getty

Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk er Hammarby gerði 3-3 jafntefli við Kalmar á heimavelli í sænska boltanum í dag.

Aron jafnaði metin í 2-2 og kom svo Hammarby yfir af vítapunktinum á 60. mínútu en Aron spilaði allan leikinn fyrir Hammarby.

Hammarby er í 7. sætinu með 25 stig.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði í 58 mínútur er Norrköping tapaði 4-3 fyrir Örebro á útivelli. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Norrköping er í 5. sætinu með 28 stig en Örebro er í 11. sætinu með tuttugu stig.

Arnór Ingvi Traustason spilaði í tíu mínútur er Malmö gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård er liðið vann 2-1 sigur á Eskilstuna.

Rosengård er á toppnum með 32 stig en Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn fyrir Djurgården sem vann 1-0 sigur á Piteå. Djurgården er í 7. sætinu.

Malmö er á toppnum með 39 stig, sex stigum á undan Håcken, en Elfsborg er í 3. sætinu.

Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina í vörn CSKA sem vann 3-0 sigur á FK Akhmat í útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum en CSKA er í 5. sætinu með tíu stig eftir sex umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×